17.12.2025
Skrifstofur Ekils ökuskóla verða lokaðar frá hádegi á Þorláksmessu fram til 2.janúar - þeir sem eiga bókaða verklega tíma milli jóla og nýárs eru beðnir um að mæta á bíl svo þeir hafi möguleika á því að bíða eftir kennaranum í hlýju ...
10.12.2025
Það er erfitt að lýsa Jónasi án þess að brosa smá út í annað. Hann kallar sjálfan sig ,,hundleiðinlegan fýlupoka" en við sem þekkjum hann vitum að það er eingöngu yfirvarp og það er stutt í bros og hlátur..
03.12.2025
Kennari, bóndi og ómissandi hluti af Ekils teyminu. Það eru fáir kennarar sem bera með sér jafn mikla hlýju, hógværð og góða nærveru og Einar okkar.
04.09.2025
Gíslína á Uppsölum, Geðpríður, Guðrún Kristín..
Við hjá Ekill ökukóla erum mjög ánægð með að hafa fengið Guðrúnu Kristínu Benediktsdóttur í okkar liði. Hún hefur sýnt af sér einstakt jafnvægi milli rósemdar, kaldhæðins húmors og ástríðu í kennslunni og tekst á endanum að ná til allra nemenda. Reynsla hennar er okkur afar dýrmæt enda fáir kennarar með eins langa reynslu og hún í meiraprófskennslu.
28.08.2025
Nú fáum við að kynnast Sigurbjörgu okkar. Við hjá Ekill ökukóla erum virkilega glöð að hafa fengið Sigurbjörgu Sól Ólafsdóttur í okkar hóp. Hún var fyrsti ökukennarinn okkar í Reykjavík. Með því sýndi hún okkur það traust að taka þátt í að byggja upp starfsemi Ekils sunnan heiða – og hefur staðið sig afburðavel frá fyrsta degi.
21.08.2025
Á næstu dögum hefjast grunnskólar landsins á ný og þúsundir barna munu daglega leggja leið sína út í umferðina – gangandi, hjólandi eða í bílum foreldra.
Fyrstu vikur skólaársins eru viðkvæmur tími í umferðinni þar sem börn eru að aðlagast nýjum rútínum og mörg þeirra að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæðir þátttakendur í umferðinni. Það er því á ábyrgð okkar allra – foreldra, ökumanna og samfélagsins í heild – að tryggja öryggi þeirra.
23.07.2025
Jac Norðquist er mikill fjölskyldumaður og eyðir miklum tíma með dásamlegri dóttur sinni þegar hann er ekki að vinna. Hann er fæddur og uppalinn á Íslandi, Svíþjóð og Keflavíkurflugvelli, og utan vinnu sækir hann orku í að elda framandi mat, ferðalög og sinna áhugann sínum á skot íþróttum.
16.07.2025
Gestur Örn Ákason er hress fjölskyldumaður með mikinn áhuga á Formúlunni. Hann er fæddur í Reykjavík og uppalinn í Kópavogi, og utan vinnu sækir hann orku í ferðalög, útilegur og veiði.
03.07.2025
Lokað verður fyrir símsvörun út júlí. Að öðru leiti verður óbreytt starfsemi hjá okkur :)
Við svörum tölvupósti á ekill@ekill.is eins og vanalega og tökum á móti nemendum sem eiga bókaða verklega tíma hjá okkur.
Gleðilegt sumar..
25.06.2025
Kristján Jóhann Bjarnason er þriggja barna faðir og bifvélavirki með mikla bíladellu. Hann er fæddur í Neskaupstað og uppalinn á Eskifirði, og utan vinnu notar hann tímann til að nostra við fornbíla og mótorhjól.