Kynnum Sigurbjörgu Sól - ökukennara hjá Ekli

Nú fáum við að kynnast Sigurbjörgu okkar. Við hjá Ekill ökukóla erum virkilega glöð að hafa fengið Sigurbjörgu Sól Ólafsdóttur í okkar hóp. Hún var fyrsti ökukennarinn okkar í Reykjavík. Með því sýndi hún okkur það traust að taka þátt í að byggja upp starfsemi Ekils sunnan heiða – og hefur staðið sig afburðavel frá fyrsta degi.

Börn í umferðinni á leið í skólann

Á næstu dögum hefjast grunnskólar landsins á ný og þúsundir barna munu daglega leggja leið sína út í umferðina – gangandi, hjólandi eða í bílum foreldra. Fyrstu vikur skólaársins eru viðkvæmur tími í umferðinni þar sem börn eru að aðlagast nýjum rútínum og mörg þeirra að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæðir þátttakendur í umferðinni. Það er því á ábyrgð okkar allra – foreldra, ökumanna og samfélagsins í heild – að tryggja öryggi þeirra.

Kynnum Jac Norðquist – ökukennara hjá Ekli

Jac Norðquist er mikill fjölskyldumaður og eyðir miklum tíma með dásamlegri dóttur sinni þegar hann er ekki að vinna. Hann er fæddur og uppalinn á Íslandi, Svíþjóð og Keflavíkurflugvelli, og utan vinnu sækir hann orku í að elda framandi mat, ferðalög og sinna áhugann sínum á skot íþróttum.

Kynnum Gestur Örn Ákason – ökukennara hjá Ekli

Gestur Örn Ákason er hress fjölskyldumaður með mikinn áhuga á Formúlunni. Hann er fæddur í Reykjavík og uppalinn í Kópavogi, og utan vinnu sækir hann orku í ferðalög, útilegur og veiði.

Sumarfrí frá símanum

Lokað verður fyrir símsvörun út júlí. Að öðru leiti verður óbreytt starfsemi hjá okkur :) Við svörum tölvupósti á ekill@ekill.is eins og vanalega og tökum á móti nemendum sem eiga bókaða verklega tíma hjá okkur. Gleðilegt sumar..

Kynnum Kristján Jóhann Bjarnason – ökukennara hjá Ekli

Kristján Jóhann Bjarnason er þriggja barna faðir og bifvélavirki með mikla bíladellu. Hann er fæddur í Neskaupstað og uppalinn á Eskifirði, og utan vinnu notar hann tímann til að nostra við fornbíla og mótorhjól.

🇮🇸 Gleðilegan þjóðhátíðardag Íslendinga

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga viljum við hjá Ekli ökuskóla senda kærleiks kveðjur til allra nemenda, kennara og samstarfsfólks – nær og fjær. Þjóðhátíðardagurinn minnir okkur á rætur okkar, sjálfstæði og samstöðu – og mikilvægi menntunar, frelsis og framtíðarsýnar.

Kynnum Guðjón Andra Jónsson – ökukennara hjá Ekli

Guðjón Andri er félagslyndur og jarðbundinn náungi sem hefur brennandi áhuga á akstri, fjallgöngum og að kynnast ólíku fólki. Hann er fæddur á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal og utan vinnu sækir hann orku úr náttúrunni, sérstaklega á hálendinu.

🚗 Bíladagar framundan – njótum ferðarinnar með ábyrgum akstri

Dagana 13.-17.júlí fara Bíladagar fram á Akureyri – stærsta bílasýning landsins og sannkölluð hátið fyrir alla bílaunnendur! Bærinn fyllist af glæsilegum ökutækjum, kraftmikilli stemningu og gestum hvaðanæva að af landinu. Þetta er tíminn til að njóta – bæði ferðarinnar og viðburðarins.

Sumarfrí Ekils ökuskóla 1.-31.júlí

Við setjum í fyrsta gír í júlí