Endurmenntun atvinnubílstjóra færð í fjarfund

Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra sem átti að kenna í Símey eftir páska verður fært í fjarfund..

Verkleg ökukennsla fellur niður fram yfir páska

Almannavarnir hafa sett á samkomubann og hertar reglur um fjarlægð milli einstaklinga. Fjarlægð milli ökukennara og nemanda er minni en svo og því munum við loka fyrir tímapantanir í alla verklega kennslu frá og með miðnætti síðustu nótt fram yfir Páska til að leggja okkar af mörkum við að vinna gegn frekari útbreiðslu á Covid19.

Meirapróf kennt í fyrsta skipti í fjarfundi

Vegna Covid19 höfum við hafið kennslu í gegnum fjarfund. Námskeiðið sitja 11 nemendur sem munu láta reyna á þetta form með okkur.

Þá er hún mætt...

Nokkrar línur vegna óvissustigs Almannavarna vegna Kórónaveirunnar 2019-nCoV.

Vinnuvélanámskeið hefst á morgun 20.02.2020

Vinnuvélanámskeið sem hefst á morgun verður kennt í Símey að Þórsstíg 4 á Akureyri.

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Kennd verða öll námskeið endurmenntunar á tveim helgum í lok febrúar..

Vinnuvélanámskeið 20.febrúar

Stóra vinnuvélanámskeiðið hefst 20.febrúar (ekki 21.febrúar)...

Meiraprófsnámskeið 10.janúar

Næsta meiraprófsnámskeið mun hefjast 10.janúar 2020 - skráning í fullum gangi...

Gleðileg jól

Við hjá Ekil Ökuskóla þökkum þér fyrir afar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og sendum okkar bestu kveðjur um gleðileg jól og farsæld í umferðinni á nýju ári.

Nokkur nýmæli í umferðalögum sem taka gildi 1.janúar 2020

Um áramótin verða tekin í gildi ný umferðalög sem samþykkt voru á alþingi 25.júní 2019. Í þessum umferðalögum er tekið sérstaklega á notkun snjalltækja við akstur. Í lögum er snjalltæki skilgreint sem tæki með eða án farsímavirkni eða nettengingar, sem m.a. er hægt að nota til samskipta, skeytasendinga, leikja og/eða leiðsagnar.