Sameiginleg svæði

Á Akureyri hefur verið tekið upp svokallað "shared space" eða sameiginlegt svæði eða rými þar sem umferð vélknúinna ökutækja nýtur ekki forgangs umfram aðra ferðamáta. Svæðið er merkt með rauðri málningu og er á gatnamótum við Oddeyrargötu og Brekkugötu eða hjá Amtsbókasafninu. Þarna ber ökumönnum að sýna sérstaka varúð.

Gleðilegan þjóðhátíðardag 17.júní - hæhóogjibbíjei

Góðir landsmenn, kæru nemendur, kennarar og aðstandendur - innilega til hamingju með daginn á þessum fallega 17.júní þegar 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis okkar. Á Akureyri þar sem veðrið er alltaf gott...

Engin verkleg próf á Akureyri vikuna 17.-21.júní

Vegna sumarfría hjá Frumherja verða engin próf á Akureyri dagana 17.-21.júní - við verðum því að færa prófdagana sem þegar höfðu verið skipulagðir.

Sumarfrí Ekils ökuskóla / Ekill ökuskóli summer vacation

Við förum í sumarfrí í júlí :) Síðustu ár höfum við fundið fyrir því að nemendur okkar leita minnst til okkar í júlí af öllum mánuðum, þess vegna höfum við ákveðið að fara sjálf í sumarfrí í júlí til að vera viðbúin því að taka á móti ykkur aftur þegar þið leitið til okkar.* *english below

Lokað vegna árshátíðar starfsmanna

Lokað verður frá 25.apríl-30.apríl vegna árshátíðar starfsmanna. Við bendum á ekill@ekill.is - kannski verður einhver sem svarar þeim pósti yfir helgina - kannski ekki :) Annars svöru við öllum um leið og við komum til baka ;)

Almenn undanþága v.Ö3 á Norðurlandi framlengd

Í ljósi aðstæðna hér norðan heiða hefur Samgöngustofa framlengt undanþágu vegna Ö3 á Norðurlandi til 22.apríl.

Ert þú að byrja að læra á bíl ?

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar byrjað er að læra á bíl, fyrsta skrefið er að skrá sig í ökuskóla 1 hér á ekill.is.

Sumarfrí föstudaginn 7.júlí

Ekill ökuskóli verður lokaður á morgun 7.júlí vegna þátttöku starfsmanna á Pollamóti. Við mætum fersk aftur á mánudaginn, vonandi ekki illa meidd eftir mjög svo illa undirbúna miðaldra fótboltakeppni :)

Umsókn um námsheimild vegna ökunáms

Staðfestingar á ökuskóla 1 og ökuskóla 2 fara nú fram í gegnum island.is og birtast í rafrænni ökunámsbók. Nemendur sem hefja nám í ökuskóla 1 þurfa að sækja um námsheimild vegna ökunáms að örðum kosti er ekki hægt að staðfesta lok námskeiða.

Gleðilega páska

Við viljum óska ykkur öllum gleðilega páska