Nokkur nýmæli í umferðalögum sem taka gildi 1.janúar 2020

Um áramótin verða tekin í gildi ný umferðalög sem samþykkt voru á alþingi 25.júní 2019. Í þessum umferðalögum er tekið sérstaklega á notkun snjalltækja við akstur. Í lögum er snjalltæki skilgreint sem tæki með eða án farsímavirkni eða nettengingar, sem m.a. er hægt að nota til samskipta, skeytasendinga, leikja og/eða leiðsagnar.