Sóttvarnir hjá Ekil Ökuskóla

Vegna frétta frá sóttvarnalækni um hertar aðgerðir frá 31.07.20 munum við fara fram á það við nemendur að þeir beri sóttvarnargrímur í tíma og hafi á sér hanska. Við munum ekki hætta að kenna verklega tíma fyrst um sinn og sjá hvert þetta leiðir okkur. Nemendur eru beðnir um að spritta sig við komu og setja upp grímu og hanska sem í boði verða á staðnum. Hafi nemendur einhver einkenni um Covid 19 veiruna eða hafi þeir verið í samneyti við aðila sem mögulega hafa veiruna eru þeir vinsamlega beðnir um að afpanta tímann sinn og halda sig heima. Enn og aftur - við erum öll almannavarnir

Sumarfrí hjá Ekil Ökuskóla

Vegna sumarfría verða mögulega tafir á símsvörun hjá Ekil Ökuskóla í ágúst. Við bendum viðskiptavinum okkar og nemendum skólans að hafa samband með tölvupósti á ekill@ekill.is eða nýta sér spurninga blöðruna í hægra horni síðunnar. Við munum svara öllum við fyrsta tækifæri. Meiraprófsnámskeið í fjarfundi mun fara í gang 8.september og Vinnuvélanámskeið 27.ágúst að öllu óbreyttu.