25.06.2025
Kristján Jóhann Bjarnason er þriggja barna faðir og bifvélavirki með mikla bíladellu. Hann er fæddur í Neskaupstað og uppalinn á Eskifirði, og utan vinnu notar hann tímann til að nostra við fornbíla og mótorhjól.
17.06.2025
Í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga viljum við hjá Ekli ökuskóla senda kærleiks kveðjur til allra nemenda, kennara og samstarfsfólks – nær og fjær. Þjóðhátíðardagurinn minnir okkur á rætur okkar, sjálfstæði og samstöðu – og mikilvægi menntunar, frelsis og framtíðarsýnar.
11.06.2025
Guðjón Andri er félagslyndur og jarðbundinn náungi sem hefur brennandi áhuga á akstri, fjallgöngum og að kynnast ólíku fólki. Hann er fæddur á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal og utan vinnu sækir hann orku úr náttúrunni, sérstaklega á hálendinu.
04.06.2025
Dagana 13.-17.júlí fara Bíladagar fram á Akureyri – stærsta bílasýning landsins og sannkölluð hátið fyrir alla bílaunnendur! Bærinn fyllist af glæsilegum ökutækjum, kraftmikilli stemningu og gestum hvaðanæva að af landinu. Þetta er tíminn til að njóta – bæði ferðarinnar og viðburðarins.
28.05.2025
Við setjum í fyrsta gír í júlí
22.05.2025
Vorið og sumarið marka upphaf bifhjólatímabilsins á Íslandi. Þegar fleiri bifhjól birtast á vegunum er mikilvægt að allir vegfarendur – bæði ökumenn bifhjóla og annarra ökutækja – sýni sérstaka aðgát og virðingu í umferðinni.
21.05.2025
Á síðustu dögum hafa komið upp tilvik bikblæðinga á íslenskum vegum, sem geta valdið flughálum aðstæðum og aukinni slysahættu. Þetta á sérstaklega við á vegum með mikla umferð og þar sem notað hefur verið nýtt bindiefni í klæðningu vegarins.
21.05.2025
Við hjá Ekli höfum fengið sólsting – sólin neitar að hætta að skína á Akureyri og hitastigið á skrifstofunni hefur farið upp úr öllu valdi - þrátt fyrir veika tilraun í morgun þegar þoka lá yfir bænum, tölum ekki frekar um það.. 🌤️
02.03.2025
Samgöngustofu gaf út í síðasta mánuði uppfærða námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra.
07.02.2025
Nú geta nemendur Ekils ökuskóla tekið meiraprófsréttindi fyrir C1 og C1E í fjarnámi í Netökuskóla Ekils !