Bifhjólaréttindi - A2 flokkur

Ökuréttindi til að stjórna bifhjóli í A2 flokki.

A2 flokknum tilheyra bifhjól á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, afl að hámarki 35kW, afl/þyngdarhlutfall að hámarki 0,2 kW/kg. Bifhjól sem hefur ekki verið breytt frá því að hafa áður meira en tvöfalt afl.

A2 veitir einnig AM og A1 réttindi.

Hafir þú nú þegar almenn ökuréttindi, A1 eða AM réttindi getur þú tekið bifhjólaáfanga Ekils í fjarnámi en hann er skylda svo hægt sé að fara í bóklegt próf.

Netökuskóli Ekils

Algengar spurningar

Hvað kostar A2 námið?

Verðskrá

Er einhver annar kostnaður sem ég þarf að greiða líka?

Eins og með allt ökunám er alltaf kostnaður sem fellur til þriðja aðila. Dæmi um slíkan kostnað er

  • Umsókn ökuréttinda hjá Sýslumanni - 8.600 -kr.
  • Bóklegt próf hjá Frumherja - 7.090 -kr.
  • Verklegt próf hjá Frumherja - 18.820 -kr.

Nemandi gæti einnig þurft að vera sér út um læknisvottorð og nýja mynd á skírteini með tilheyrandi kostnaði

Ég er hvorki með almenn ökuréttindi, A1 eða AM. Hvaða bóklega nám þarf ég að taka?

Í því tilfelli þarft þú fyrst að taka Ökuskóla 1 áður en þú tekur bóklega bifhjólanámskeiðið. Þú getur tekið bæði námskeiðin í netökuskóla Ekils.

Hvað þarf ég að taka marga verklega tíma?

Taka þarf 11 verklega tíma og svo verklegt próf. Hafi nemandinn A1 réttindi fyrir fær hann 5 tíma metna og þarf því aðeins að taka 6 verklega tíma

Get ég séð námskránna fyrir A2 réttindi?

Þú getur fundið námskránna með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan

Sjá námskrá