Leiðin að bílprófinu

Við bjóðum nemendum okkar að kaupa allan pakkann í einu.

Í pakkanum er innifalið:

  • 15 verklegar ökukennslustundir (45 mín hver kennslustund)

  • Ökuskóli 1

  • Æfingaakstursmerki (segulmerki eða microsogskálamerki)

  • Ökuskóli 2

  • Próftími (16. tíminn)

Greiðslum er hægt að skipta niður með kreditkortaláni (staðgreiðsluláni) eða í gegnum Pei, eftir því sem hentar hverjum og einum.

Verð: 294.000 kr.

Til að sækja um ökunám sendu okkur fyrirspurn á ekill@ekill.is, við hlökkum til að heyra frá þér.

Ekill ökuskóli – þar sem vegferðin hefst

Hjá Ekli ökuskóla bjóðum við nemendum okkar upp á heildstæða þjónustu í ökunámi – allt á einum stað. Markmið okkar er að tryggja faglegt, öruggt og vandað nám þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi.

Kennarar Ekils starfa samkvæmt reglum Samgöngustofu og siðareglum Ekils ökuskóla. Skólinn ábyrgist þá ökukennara sem starfa undir merkjum Ekils og leggur ríka áherslu á fagmennsku, reglusemi og gagnkvæmt traust í samskiptum kennara og nemenda.

Komi upp ágreiningur eða ábendingar varðandi ökunámið, hvetjum við nemendur og forráðamenn til að hafa samband við skólann. Gagnsæi og skýr samskipti eru lykilatriði í okkar starfi og tryggja gæði námsins.

Ekill ökuskóli er virtur og rótgróinn ökuskóli með áralanga reynslu í menntun framúrskarandi ökunema. Við leggjum áherslu á faglega kennslu sem undirbýr nemendur vel – ekki aðeins fyrir próf, heldur fyrir örugga og ábyrga þátttöku í umferðinni.