C1 & C1E réttindi

C1 réttindi

Gefur réttindi á bifreið sem hefur meiri heildarþyngd en 3.500 kg en þó ekki þyngri en 7.500 kg. Sá sem hefur C1 réttindi má tengja eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd. Til þess að mega draga þyngri eftirvagna/tengitæki þarf að taka C1E réttindi.  Dæmi um ökutæki sem krefjast C1 réttinda má nefna stærri pallbíla og litla vörubíla. 

Algengar spurningar

Hvenær má taka C1 réttindi?

Einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri og hefur fullnaðarökuskírteini getur fengið C1 réttindi.

Hversu mikið bóklegt nám þarf ég að taka fyrir C1 réttindi?

Taka þarf 62 kennslustundir. Það samanstendur af grunnhluta námskeiðsins ásamt 10 kennslustundum af framhaldshlutanum. Í dögum talið er það 12 virkir dagar. 

  • Umferðafræði - 12 kennslutímar
  • Umferðasálfræði - 12 kennslutímar
  • Skyndihjálp - 16 kennslutímar
  • Bíltækni - 12 kennslutímar
  • Stór ökutæki - 10 kennslutímar

Hvað þarf ég að taka marga ökutíma?

6 verklega tíma í akstri að viðbættum próftíma, samtals 7 tíma.

Hvað þarf ég að gera til mega keyra eftirvagn sem er þyngri en 750kg?

Til þess að mega keyra eftirvagn/tengitæki sem er þyngra en 750 kg þá þarf að taka C1E réttindi. Hægt er að lesa meira um C1E réttindi með því að smella hér. 

Fæ ég atvinnuréttindi á C1 eftir námið?

Ekill býður eingöngu upp á nám í C1 án atvinnuréttinda. 

Verðskrá fyrir C1

Verðið á C1 réttindum er 230.000 -kr. en innifalið í því er bóklegt og verklegt nám ásamt verklegum próftíma. Athugið að ef þörf er á fleiri verklegum tímum en þeim 7 sem nefndir eru hér fyrir ofan þarf að greiða það sérstaklega.

C1E réttindi

Réttindaflokkur C1E gefur réttindi til að aka vörubifreið/stórum pallbíl í flokki C1 með eftirvagni sem er þyngri en 750 kg að heildarþunga. Þó má sameiginlegur heildarþungi beggja ökutækja ekki fara yfir 12.000 kg. Athugið að C1E réttindin gefa einnig svokölluð D1E réttindi fyrir þá sem höfðu D1 réttindi fyrir. 

Algengar spurningar

Hvenær má taka C1E réttindi?

Einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri og hefur fullnaðarökuskírteini getur fengið C1E réttindi.

Þarf ég að bæta einhverju við bóklega námið til að mega taka C1E réttindi?

Þegar tekið er C1E réttindi þarf nemandinn einnig að sitja þrjár kennslustundir af því sem kallast Eftirvagnar stórra ökutækja. Þetta er hluti af framhaldsnámskeiði meiraprófsins. Best er að skoða stundarskrá hverju sinni til að sjá hvenær þetta er kennt. 

Hvað þarf ég að taka marga ökutíma?

4 verklega tíma í akstri að viðbættum próftíma, samtals 5 tíma.

Fæ ég einnig BE réttindi ef ég tek C1E réttindi?

Já. Sá sem er með C1E fær einnig BE réttindi  

Verðskrá fyrir C1E

Verðið á C1E réttindum er 90.000 kr. en innifalið í því er bóklegt og verklegt nám ásamt verklegum próftíma. Athugið að ef þörf er á fleiri verklegum tímum en þeim 5 sem nefndir eru hér fyrir ofan þarf að greiða það sérstaklega.