- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Meirapróf eru réttindi sem gefa ökumönnum aukna heimild þegar kemur að akstri. Vegna þess eru réttindin einnig kölluð aukin ökuréttindi. Bakvið meiraprófið eru mismunandi réttindaflokkar sem alla jafna eru táknaðir með bókstöfum og í einhverjum tilfellum tölustöfum.
Námið er alla jafna skipt í bóklegt- og verklegt nám. Lengd námsins fer eftir þeim réttindaflokkum sem sótt er um.
Ekill Ökuskóli býður upp á kennslu fyrir alla réttindaflokka. Bóklegt nám fer fram í gegnum fjarnámskerfi skólans þar sem nemendur geta tekið námið þegar þeim hentar og á þeim hraða sem þeim hentar. Skólinn býður einnig einstaka sinnum upp á námskeið í fjarfundi. Hægt er að fylgjast með næstu námskeiðum á vefsíðu okkar undir viðburðir á næstunni.
Verklegir ökutímar fara fram í Gjáhellu í Hafnarfirði eða Goðanesi Akureyri.
Opna fjarnámskerfiBóka verklega tíma
Ferlið samanstendur af bóklegu- og verklegu námi. Nemandinn byrjar á því að taka allt bóklegt nám sem krafist er miðað við þá réttindaflokka sem hann ætlar að taka. Þegar bóklegu námi er lokið og bóklegt ökupróf hjá Frumherja er staðið getur nemandinn hafið ökutíma. Fjöldi ökutíma fer eftir hverjum réttinaflokki fyrir sig en verklega ferlið endar alltaf með ökuprófi.
Frekari og ítarlegri upplýsingar um ferlið getur þú séð með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
Ekill býður upp á mismunandi útfærslur af bóklegu námi.
Hægt er að sjá hvaða námskeið eru framundan á vefnum okkar undir svæðinu Námskeið framundan eða með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan
Þegar nemandinn hefur lokið bóklegu námi sem og bóklegu prófi Frumherja getur hann hafið verklegt nám (ökutíma). Fjöldi ökutíma fer eftir þeim réttindaflokki sem verið er að taka. Nemendur þurfa alltaf að taka lágmarksfjölda ökutíma er reglugerð gerir ráð fyrir. Ökutímar hefjast alltaf hjá Ekli Ökuskóla og þurfa því nemendur að koma í Gjáhellu 17 Hafnarfirði eða Goðanes 10 á Akureyri.
Verklegu námi líkur alltaf með ökuprófi. Að prófinu loknu fær nemandinn staðfestingu frá Frumherja sem hann þarf að fara með til Sýslumanns. Í kjölfarið fær nemandinn nýtt ökuskírteini þar sem ný ökuréttindi koma fram.
Athugið að ekki er hægt að hefja verklega kennslu á eftirvagn fyrr en nemandinn hefur staðist verklegt próf á ökutækið sem eftirvagninn fylgir. Með öðrum orðum að sá sem ætlar að taka eftirvagn á flutningabíla (trailer /CE réttindi) þarf fyrst að öðlast réttindi á flutningabílinn (C réttindi). Í kjölfarið getur hann hafið verklegt nám á eftirvagnaréttindi.
Ekill er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði. Allir verklegir ökutímar hefjast og enda í starfstöð Ekils. Ef verið er að taka réttindin fyrir norðan hefjast og enda því ökutímarnir í Goðanesi 10 en ef þeir eru teknir í Hafnarfirði hefjast þeir og enda í Gjáhellu 17.
Meiraprófið samanstendur af 9 mismunandi réttaflokkum. Á myndinni hér á síðunni má sjá 8 af þeim réttindum flokkum sem um ræðir en á myndina vantar flokkin B/Far sem eru réttindi til að keyra allt að 8 farþega í atvinnuskyni (oft kallað leigubílaréttindi). Hinir flokkarnir eru táknaðir með bókstafnum C og D. Þau réttindi sem falla undir C réttindi eru til að keyra stærri ökutæki á borð við pallbíla (C1) eða vöru-/flutningabíla (C). Réttindi sem innihalda bókstafinn D eru fyrir ökutæki sem ætluð eru fyrir farþegaflutninga. D1 flokkurinn veitir réttindi til að keyra allt að 16 farþega en D flokkurinn veitir réttindi fyrir fleiri en 17 farþega.
Aðrir flokkar innihalda svo bókstafinn E en það táknar eftirvagn. Sá sem vill því geta keyrt stóran pallbíll sem er meira en 3.500 -kg. að heildarþyngd og geta dregið meira en 750 -kg. eftirvagn þarf svokölluð C1E réttindi. Sama á við þann sem vill geta keyrt smárútu en dregið stærri vagn. Sá þarf D1E réttindi.
Í valmynd vefsins er hægt að lesa meira um hvern og einn réttindaflokk eða með því að smella á hnappanna hér fyrir neðan
Meira um B/FarMeira um C1/C1EMeira um C/CEMeira um D1/D1EMeira um D/DE
Misjafnt er hver kostnaðurinn eftir því hvaða réttindaflokkur eða flokkar eru teknir hverju sinni. Hægt er að fá nánari upplýsingar um kostnað meiraprófsins í verðskrá okkar hér á vefnum sem og með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Athugið að verð meiraprófsins er mismunandi eftir hvaða ökuréttindi viðkomandi er með áður en námið hefst. Hafir þú einungis hefðbundin ökuréttindi velur Núverandi ökuréttindi B í listanum.
Hafir þú fengið ökuréttindin þín fyrir 1. júní 1996 eru allar líkur á því að þú hafir fengið aukin réttindi sem einstaklingur eftir þá dagsetningu fengu ekki. Eru þessi réttindi oftar en ekki merkt í dálk 12 með tákntölunum 74, 75 og/eða 76.
Meginreglan er sú að þessi réttindi eru ekki metin. Á það við í öllum tilfellum þegar kemur að akstri farþega í atvinnuskyni en þá þarf alltaf að taka réttindin líkt og sá sem aðeins hefur hefðbundin ökuréttindi. Sá sem hinsvegar hefur C og CE með takmörkunum hefur tækifæri á að bæta við sig atvinnuréttindum með því að fara í Endurmenntun atvinnubílstjóra. Sá hinn sami fær hinsvegar ekki hefðbundin C og CE réttindi heldur helst takmörkunun óbreytt. Ætli því einstakling að fá C og CE réttindi án takmarkanna þarf hann að taka hefðbundið meiraprófsnámskeið.
Ef þú ert óviss hvað þitt næsta skref er hvetjum við þig til að hafa samband við okkur og ræða málin frekar.
Ekill er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði. Allir verklegir ökutímar hefjast og enda í starfstöð Ekils. Ef verið er að taka réttindin fyrir norðan hefjast og enda því ökutímarnir í Goðanesi 10 en ef þeir eru teknir í Hafnarfirði hefjast þeir og enda í Gjáhellu 17.
Þeir sem eru með virkt skyndihjálparskírteini sem telur meira en 16 kennslustundir geta fengið það metið. Til þess að mega meta slíkt þurfum við að fá sent afrit af skírteininu þínu þar sem fram kemur gildistími skírteinis og fjöldi kennslutíma. Ef þú ert í vafa hvort þitt skírteini sé nægilega stórt getur þú sent það til okkur og við látum meta það.
Við viljum einnig taka fram að þeir sem eru búnir með bifvélavirkjan geta fengið bíltækniáfanga námskeiðsins metna.