- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá

Meirapróf eru réttindi sem gefa ökumönnum aukna heimild þegar kemur að akstri. Vegna þess eru réttindin einnig kölluð aukin ökuréttindi. Bakvið meiraprófið eru mismunandi réttindaflokkar sem alla jafna eru táknaðir með bókstöfum og í einhverjum tilfellum tölustöfum.
Námið er alla jafna skipt í bóklegt- og verklegt nám. Lengd námsins fer eftir þeim réttindaflokkum sem sótt er um.
Ekill Ökuskóli býður upp á kennslu fyrir alla réttindaflokka. Bóklegt nám fer fram í gegnum fjarnámskerfi skólans þar sem nemendur geta tekið námið þegar þeim hentar og á þeim hraða sem þeim hentar. Skólinn býður einnig einstaka sinnum upp á námskeið í fjarfundi. Hægt er að fylgjast með næstu námskeiðum á vefsíðu okkar undir viðburðir á næstunni.
Verklegir ökutímar fara fram í Gjáhellu í Hafnarfirði eða Goðanesi Akureyri.
Kennsla á fjarfundi fer fram öll virk kvöld frá 17:30 - 21:45. Hlé eru milli faga svo hægt sé að fá sér að borða og til að teygja aðeins úr sé.
Kennsla í staðnámi á Höfuðborgarsvæðinu fer fram í lotum skv.auglýstri stundaskrá hverju sinni.
Kennslan í fjarfundi fer fram í gegnum fjarfundakerfi að undanskildu einu kvöldi þar sem nemendur þurfa að mæta í verklega skyndihjálp. Sú kennsla fer alla jafna einungis fram á Akureyri og í Hafnarfirði og verða nemendur því að koma á þessa staði samkvæmt stundartöflu svo hægt sé að klára bóklega hluta námsins.
Kennsla í staðnámi fer fram frá Menntaskólanum í Kópavogi.
Hvað þarf ég til að geta tekið þátt á fjarfundinum?
Við biðjum nemendur okkar að vera við tölvu eða snjalltæki sem inniheldur vefmyndavél og hljóðnema. Við óskum þess að nemendur tjái sig, beri upp spurningar og taki þátt í tímum ef kennari gefur færi á. Ekki er heimilað að vera á ferðinni, svo sem í bíl, úti að ganga eða stunda aðra iðju á meðan námskeiðinu stendur. Verði nemandi uppvís að slíku getur kennari skráð fjarvist á viðkomandi nemanda fyrir þann tíma.
Er mætingarskylda í bóklegu tímanna?
Nemandi þarf ekki að sýna fram á mætingu til þess að fá rétt til að taka bóklegt próf hjá Frumherja. Nemandi þarf hins vegar að standast skólapróf áður en skólinn veitir nemanda heimild til að taka bóklegt próf hjá Frumherja.