- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Mótorhjólapróf - BifhjólaréttindiBifhjólaréttindi (eða mótorhjólaréttindi) má skipta niður í fjóra mismunandi flokka.
Nánari upplýsingar í hvern flokk má finna í valmyndinni hér til hliðar eða með því að smella hnappanna hér fyrir neðan
Nánar um létt bifhjól Nánar um A1 réttindi Nánar um A2 réttindi Nánar um A réttindi
Þarf ég að taka bóklegt próf eftir námskeiðið?
Já. Eftir að bóklegu námi er lokið þarf nemandinn að taka bóklegt próf hjá Frumherja til þess að geta haldið áfram í verklegt nám.
Við viljum undirstrika að nemendur þurfa að ljúka verklegu námi innan sex mánaða frá því að hafa lokið bóklegu námi. Ljúki nemandinn bóklegu námi í byrjun október þarf verklegu námi að vera lokið fyrir 1. apríl en slíkt er alla jafna útilokað þar sem kennsla fer alla jafna ekki fram yfir vetrartímann. Við mælum því með að ljúka bóklegu prófi að vori en þannig hafa nemendur stærsta hluta sumarsins til að ljúka verklegri kennslu.
Get ég hafið bóklegt nám hvenær sem er?
Stutta svarið er já. Í netökuskóla Ekils er að finna bóklegt námskeið fyrir bifhjólaréttindi sem nemendur geta tekið hvenær sem þeim hentar. Hinsvegar þá er mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um að eftir að þeir ljúka bóklegu prófi Frumherja þá hafa þeir aðeins sex mánuði til að ljúka verklegum tímum (ökutímum) og verklegu prófi. Ljúki þeir ekki verklegu námi innan þessara sex mánaða þurfa þeir að taka bóklegt próf Frumherja aftur.
Þar sem verklegt bifhjólanám fer alla jafna aðeins fram á sumrin þá mælum við með að taka ekki bóklegt próf fyrr en í kringum mars eða apríl. Þannig hefur nemandinn allt sumarið til að taka verklega námið.
Ökuskírteini fyrir A flokk fyrir bifhjólaréttindi geta þeir fengið sem náð hafa 24 ára aldri en einnig þeir sem hafa haft ökuskírteini fyrir A2 flokk í í tvö ár, þá fyrst við 21 árs aldur. Taka þarf bóklegt námskeið fyrir A réttindi og 11 stundir í verklegri kennslu, ath að 5 stundir fást metnar ef viðkomandi aðili hefur fyrir A1 réttindi. Ef viðkomandi hefur A2 réttindi þarf hann aðeins að þreyta verklegt próf hjá prófdómara og getur það eftir að hafa haft A2 ökuréttindi í tvö ár eins og komið hefur verið inná.
VerðskráSjá námskráNETÖKUSKÓLI EKILS
Námskeið fyrir A réttindi;
Bóklegt sem verklegt námskeið. Hafi viðkomandi þegar réttindi til að aka bifreið í flokki B þarf að taka 12 kennslustunda bóklegt námskeið, sem hægt er að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla. Hafi viðkomandi ekki B réttindi þarf að taka 24 kennslustunda bóklegt námskeið. Þá þarf að taka 11 kennslustundir í verklegri kennslu. Æfingaakstur á plani þar sem æfa þarf meðferð hjólsins m.a í keiluæfingum og síðan akstur í almennri umferð.