Fólks- og sendibifreið í atvinnuskyni (B/Far)

Réttindaflokkur B/Far (BFF) gefur réttindi til að aka fólks- / sendibifreið fyrir allt að 8 farþega í atvinnuskyni, þ.e.a.s að taka gjald fyrir. Heildarþungi eftirvagns er 750 kg og þarf að bæta við sig BE réttindum til að mega aka með meiri þunga. Þeir sem hafa í huga að aka leigubíl þurfa að vera með B/Far réttindi. 

Svör við öðrum algengum spurningum má finna hér fyrir neðan. Ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar hvetjum við þig til að hafa samband við okkur og við svörum eftir bestu getu.

Algengar spurningar

Hvenær má taka B/Far réttindi?

Einstaklingur sem hefur náð 20 ára aldri og hefur fullnaðarökuskírteini getur fengið B/Far (BFF) réttindi.

Hversu mikið bóklegt nám þarf ég að taka fyrir B/Far réttindi?

Taka þarf 68 kennslustundir. Það samanstendur af grunnhluta námskeiðsins ásamt 16 kennslustundum af framhaldshlutanum. Í dögum talið er það rúmlega 13 virkir dagar. 

  • Umferðafræði - 12 kennslutímar
  • Umferðasálfræði - 12 kennslutímar
  • Skyndihjálp - 16 kennslutímar
  • Bíltækni - 12 kennslutímar
  • Ferða og farþegafræði - 16 kennslutímar

Hvað þarf ég að taka marga ökutíma?

3 verklega tíma í akstri að viðbættum próftíma, samtals 4 tíma.

Hvað þarf ég að gera til mega keyra eftirvagn sem er þyngri en 750kg?

Til þess að mega keyra eftirvagn/tengitæki sem er þyngra en 750 kg þá þarf að taka BE réttindi. Hægt er að lesa meira um BE réttindi með því að smella hér

Verðskrá fyrir B/Far

Verðið á B/Far réttindum er 200.000 -kr. en innifalið í því er bóklegt og verklegt nám ásamt verklegum próftíma. Athugið að ef þörf er á fleiri verklegum tímum en þeim 3 sem nefndir eru hér fyrir ofan þarf að greiða það sérstaklega.

Fyrir þá sem hafa C eða C1 réttindi lækkar námsgjaldið niður í 100.000 -kr. en taka þarf sama fjölda af verklegum ökutímum.