Kerruréttindi

Kerruréttindi (BE réttindi)

BE-réttindi gefa þér leyfi til að aka bíl sem er 3500 kg að leyfðri heildarþyngd með eftirvagn sem er 3500 kg að leyfðri heildarþyngd.

Til þess að geta fengið BE réttindi þarf nemandi að hafa náð 18 ára aldri og vera með fullnaðarskírteini.

Óska eftir ökukennara fyrir BE Sjá námskrá     

Algengar spurningar

Hvað má ég draga með almennt bílpróf (B réttindi)

Einstaklingur með almenn ökuréttindi (B réttindi) má aka ökutæki sem er að hámarki 3.500 kg að heildarþyngd. Almenn ökuréttindi heimila einnig viðkomandi að draga eftirvagn að hámarki 750 kg. Í því tilfelli þar sem ökutæki er 3.500 kg má því eftirvagn ekki fara yfir 750 kg þannig að samanlögð heildarþyngd sé ekki meiri en 4.250 kg. 

Hinsvegar er einstakling með almenn ökuréttindi heimilt að draga eftirvagn sem er þyngri en 750 -kg ef heildarþyngd ökutækis og eftirvagns fer ekki 3.500 kg. 

Dæmi:

Ef bíllinn er 3.500 kg í heildarþyngd þá má eftirvagn/tengitæki vera allt að 750 kg í heildarþunga.
Ef bíllinn er 2.500 kg í heildarþunga þá má eftirvagn/tengitæki vera allt að 1,000 kg í heildarþunga. Athugið að gæta þess ávallt að ökutækið megi draga leyfða heildarþyngd eftirvagns. 

Athugið að alltaf þarf að miða við leyfða heildarþyngd bíls og eftirvagns/tengitækis samkvæmt skráningarskírteini ökutækis.

Skráningarskírteini ökutækis

Hvernig virkar ferlið?

Hafi einstaklingur náð 18 ára aldri og öðlast fullnaðarskírteini getur einstaklingur sótt um BE réttindi. Best er að hefja ferlið á því að finna ökukennara. Í kjölfarið er hægt að sækja um réttindin hjá næsta Sýslumanni. Í kjölfarið tekur nemandinn fjóra ökutíma hjá viðkomandi kennara og þreytir svo verklegt ökupróf.

 

Athugið að ef einstaklingur hefur ekki skilað inn umsókn til Sýslumanns getur Frumherja ekki heimilað nemandanum að taka verklegt ökupróf. Það er því mikilvægt að ganga próf öllum gögnum til Sýslumannsins áður en farið er í verklegt próf.

Getið þið hjálpað mér að finna ökukennara?

Svo sannarlega. Ekill er með fjölda ökukennara á sínum snærum á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Ef þú ert staðsettur annarsstaðar á landinu getum við einnig aðstoðað þig við að finna kennara

Óska eftir ökukennara fyrir BE

Hvað kostar námið?

Námið samanstendur af 4 verklegum ökutímum og verklegu prófi og kostar það 85.000 -kr. Við viljum sérstaklega taka fram að öll gjöld til þriðja aðila líkt og Sýslumanns eða Frumherja eru ekki innifalin.

Við minnum á að mörg stéttarfélög styrkja nám á borð við BE réttindi. Við hvetjum þig til að kanna rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi. Eigir þú rétt á styrk getur þú haft samband og óskað eftir nótu sem við sendum við fyrsta tækifæri.

Þarf ég að taka bóklegt próf fyrir BE réttindi?

Ekki er þörf á bóklegu prófi fyrir BE réttindi. Hinsvegar ert þú spurður spurninga í ökuprófinu sem þú þarft að geta kunnað skil á til þess að geta staðist það próf. Við hjá Ekil Ökuskóla hjálpum nemendum okkur að undirbúa sig fyrir þær spurningar sem kunna að koma.

Kennarar á Akureyri

Halldór Örn Tryggvason

Halldór Örn Tryggvason

Kennarar í Reykjavík

Guðjón Andri Jónsson
Guðjón Andri Jónsson

Vilborg Sigurðardóttir
Vilborg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sól Ólafsdóttir
Sigurbjörg Sól Ólafsdóttir

 

Kristján Jóhann Bjarnason
Kristján Jóhann Bjarnason