Bifhjólaréttindi - A1 flokkur

Ökuréttindi til að stjórna bifhjóli í A1 flokki.

A1 ökuréttindin eru minnstu bifhjóla réttindin að létt bifhjóli undanskildu. A1 réttindi veitir rétt að stjórna bifhjól á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns, með slagrými sem er ekki yfir 125 cc og afl sem er ekki yfir 11 kW. Sé hjólið á þremur hjólum má aflið ekki fara yfir 15 kW. A1 bifhjólaréttindi veita einnig AM réttindi.

Ekki er þörf að taka bifhjólanámskeið Ekils til þess að geta fengið A1 réttindi. Hinsvegar þarf nemandi að hafa lokið bóklegu námi fyrir almenn ökuréttindi (ökuskóli 1) eða bóklegt nám til AM réttindi. Hafi nemandinn ekki tekið neitt bóklegt ökunám þarf hann fyrst að ljúka öðru hvoru námskeiðinu áður en hann getur tekið bóklegt próf og síðar verklega kennslu.

Hægt er að taka A1 réttindi þegar 17 ára aldri hefur verið náð.

Netökuskóli Ekils

Algengar spurningar

Hvað kosta réttindin?

Hafi nemandinn ekki lokið við bóklegt nám vegna AM eða B réttinda getur hann valið að taka Ökuskóla 1 eða námskeið fyrir létt bifhjól. 
Ökuskóli 1 er á 11.000 -kr. 
Bóklegt námskeið fyrir Létt bifhjól er 15.000 -kr. 

Verklegt nám inniheldur 5 verklega tíma og kostar tíminn 11.500 -kr. auk próftökugjalds ökukennara að upphæð 11.500. 

Verðskrá

Er einhver annar kostnaður sem ég þarf að greiða líka?

Eins og með allt ökunám er alltaf kostnaður sem fellur til þriðja aðila. Dæmi um slíkan kostnað er

  • Umsókn ökuréttinda hjá Sýslumanni - 8.600 -kr.
  • Bóklegt próf hjá Frumherja - 7.090 -kr.
  • Verklegt próf hjá Frumherja - 18.820 -kr.

Nemandi gæti einnig þurft að vera sér út um læknisvottorð og nýja mynd á skírteini með tilheyrandi kostnaði

Ég er með almennt bílpróf, get ég farið beint í verklega tíma?

Þú þarft fyrst að standast bóklegt próf hjá Frumherja áður en hægt er að hefja verklega kennslu. Bóklega prófið svipar til prófsins sem einstaklingur tekur fyrir almenna bílprófið.

Get ég séð námskránna fyrir A1 réttindi?

Þú getur fundið námskránna með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan

Sjá námskrá