Persónuverndarstefna

Meðferð persónuupplýsinga

Ekill ehf kt.691297-3739, Goðanesi 8-10, 603 Akureyri, hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga er varða nemendur Ekils Ökuskóla, einstaklinga sem hafa samband við félagið, tengiliði sem hafa samband við félagið fyrir hönd lögaðila og þeirra aðila sem eiga viðskipti við félagið.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum félagið safnar, með hvaða hætti félagið nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum. Stefna Ekils Ökuskóla er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að getað þjónustað félagsmenn sína.

1. Tilgangur og lagaskylda

Ekill ehf leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna félagsins byggð á gildandi lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

2. Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til tiltekins einstaklings. 

3. Persónuupplýsingar sem Ekill Ökuskóli vinnur með

Þegar einstaklingur skráir sig í Netökuskóla Ekils óskar Ekill Ökuskóli eftir að viðkomandi skrái: nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang, ef viðkomandi er undir lögaldri er þess óskað að hann gefi upp sömu upplýsingar um foreldri eða forráðamann. Það er gert í þeim tilgangi að halda utan námsferil viðkomandi og veita forráðamanni upplýsingar um framgang bóklega námsins og undirbúa hann undir leiðsögn í æfingaakstri. Nemendur þurfa einnig að skrá nafn og tölvupóst ökukennara sem fær þá einnig upplýsingar um framgang bóklega ökunámsins og getur þannig tvinnað saman verklega og bóklega námið.

Þegar nemandi óskar eftir að Ekill Ökuskóli útvegi sér ökukennara óskar Ekill Ökuskóli eftir sömu persónuupplýsingum, ekki er tekið mark á innsendum umsóknum ef nemandi er undir lögaldri og hefur ekki skráð forráðamann með í umsókninni. Upplýsingarnar eru síðan notaðar til að finna ökukennara fyrir nemandann í hans heimabyggð og viðkomandi ökukennari beðin um að hafa samband við nemandann. Þá er upplýsingunum deilt með ökukennaranum svo hann geti haft samband við forráðamann nemandans eða nemandann sjálfan allt eftir því hvort um lögráða einstakling sé að ræða eða ekki.

Þegar einstaklingur eða lögaðili fyrir þriðja aðila, er skráður á meiraprófs eða vinnuvélanámskeið er óskað eftir upplýsingum um: nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang. Þessar upplýsingar eru geymdar þar til haft er samband við viðkomandi og hann spurður hvort hann hafi hug á að sitja það námskeið sem hann hefur skráð sig á. Ef ekki er upplýsingunum eytt og viðkomandi þarf að skrá sig aftur síðar.

Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. 

4. Miðlun persónuupplýsinga

Ekill Ökuskóli meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög og skuldbindur sig til þess að varðveita upplýsingarnar á öruggan og tryggan hátt. Persónuupplýsingar kunna að vera aðgengilegar aðilum sem sinna bókhaldsþjónustu, tækniþjónustu eða kennslu fyrir hönd Ekils Ökuskóla. Ekill Ökuskóli mun að öðru leyti ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila nema þess sé krafist samkvæmt lögum eða í kjölfar dómsúrskurðar.

5. Vinnsla gagna

Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem einstaklingur er skráður í nám hjá Ekil Ökuskóla og er vistuð í sjö ár eftir það vegna kröfu í bókhladslögum.

6. Réttindi þín

Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar Ekill Ökuskóli býr yfir um þig og afrit af þeim gögnum.

Þú getur einnig átt rétt á að persónuupplýsingum um þig sé eytt, þær leiðréttar og vinnsla þeirra takmörkuð, ásamt því að andmæla vinnslu. Þá getur þú átt rétt á því að gögn um þig séu flutt til annars ábyrgðaraðila á tölvulesanlegu formi. Rétt er að benda á að þessi réttindi eru takmörkuð og eiga ekki við allar persónuupplýsingar eða í öllum tilvikum.

Óskir þú eftir því að nýta þér einhver af réttindum þínum eða hafir þú athugasemdir við meðhöndlun persónuupplýsinga getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á ekill@ekill.is

7. Endurskoðun

Ekill Ökuskóli áskilur sér rétt til að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er.