- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Ökuréttindi til að stjórna léttu bifhjóliLétt bifhjól eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum, bæði raf og bensíndrifin. Létt bifhjól hafa hámarksafl, mest 50 cc bensínvél eða 4 kW rafmagnsmótor, og skiptast í tvo flokka, eftir hönnunarhraða hjóls.
Flokkur 1 - Hjólið má ekki fara hraðar en 25 km/klst. Aldurstakmark er 13 ára en ekki þarf sérstök ökuréttindi til að stjórna slíkum hjólum.
Flokkur 2 - Hjólið má ekki fara hraðar en 45 km/klst. Aldurstakmark er 15 ára og þarf ökumaðurinn AM eða B ökuréttindi til að stjórna slíkum hjólum.
Ekill Ökuskóli býður upp á bóklegt til AM réttinda í fjarnámi.
Hvað þarf ég að vera gamall/gömul til að mega keyra létt bifhjól?
Til þess að geta öðlast AM réttindi í flokki 2 þá þarft þú að hafa náð 15 ára aldri
Hvernig fer verklega námið fram?
Æfingaakstur fer fran á afmörkuðu svæði þar sem próftaki þarf að sýna ákveðna akstursfærni í keiluæfingum og akstur í almennri umferð. Verklegir ökutímar eru að lágmarki 8.
Hvað kosta réttindin?
Bóklegt námskeið - 15.000 -kr.
Verklegt nám - 85.000 -kr. (miðað er við lágmarksfjölda verklegra tíma)