Ekill ehf. veitir starfsbraut VMA endurgjaldslausan aðgang að námsefni Netökuskóla Ekils

Ekill Ökuskóli hefur ákveðið að leggja starfsbraut VMA lið með því að veita skólanum endurgjaldslausan aðgang að umfangsmiklum gagnabanka sem byggður hefur verið upp fyrir rafrænan ökuskóla fyrirtækisins.