Kynnum Kristján Jóhann Bjarnason – ökukennara hjá Ekli

Kristján Jóhann Bjarnason er þriggja barna faðir og bifvélavirki með mikla bíladellu. Hann er fæddur í Neskaupstað og uppalinn á Eskifirði, og utan vinnu notar hann tímann til að nostra við fornbíla og mótorhjól.

🇮🇸 Gleðilegan þjóðhátíðardag Íslendinga

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga viljum við hjá Ekli ökuskóla senda kærleiks kveðjur til allra nemenda, kennara og samstarfsfólks – nær og fjær. Þjóðhátíðardagurinn minnir okkur á rætur okkar, sjálfstæði og samstöðu – og mikilvægi menntunar, frelsis og framtíðarsýnar.

Kynnum Guðjón Andra Jónsson – ökukennara hjá Ekli

Guðjón Andri er félagslyndur og jarðbundinn náungi sem hefur brennandi áhuga á akstri, fjallgöngum og að kynnast ólíku fólki. Hann er fæddur á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal og utan vinnu sækir hann orku úr náttúrunni, sérstaklega á hálendinu.

🚗 Bíladagar framundan – njótum ferðarinnar með ábyrgum akstri

Dagana 13.-17.júlí fara Bíladagar fram á Akureyri – stærsta bílasýning landsins og sannkölluð hátið fyrir alla bílaunnendur! Bærinn fyllist af glæsilegum ökutækjum, kraftmikilli stemningu og gestum hvaðanæva að af landinu. Þetta er tíminn til að njóta – bæði ferðarinnar og viðburðarins.