Gleðileg jól

Við hjá Ekil Ökuskóla þökkum þér fyrir afar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og sendum okkar bestu kveðjur um gleðileg jól og farsæld í umferðinni á nýju ári.

Nokkur nýmæli í umferðalögum sem taka gildi 1.janúar 2020

Um áramótin verða tekin í gildi ný umferðalög sem samþykkt voru á alþingi 25.júní 2019. Í þessum umferðalögum er tekið sérstaklega á notkun snjalltækja við akstur. Í lögum er snjalltæki skilgreint sem tæki með eða án farsímavirkni eða nettengingar, sem m.a. er hægt að nota til samskipta, skeytasendinga, leikja og/eða leiðsagnar.

Meiraprófsnámskeið 1.nóvember

Námskeið hefst föstudaginn 1.nóvember. Skráning stendur enn yfir og örfá sæti laus.

Vinnuvélanámskeið fært til 12.júlí

Athugið að vinnuvélanámskeið var fært til 12.júlí það verður kennt eins og áður frá föstudeginum 12.júlí - sunnudags 21.júlí. Kennt virka daga frá kl.17:30-22:00 og 09:00-16:00 um helgar.

Sjómannadagurinn 2019

Í tilefni af sjómannadeginum, óskar Ekill Ökuskóli sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar!

Ekki lengur þörf á atvinnuréttindum vegna farþegaflutninga á sjúkrabíl

Breytingar voru gerðar á reglugerð um ökuskírteini 2.maí síðastliðin þar sem kemur fram að ökumaður ökutækis sem skráður er til neyðaraksturs er við akstur ökutækisins undanþeginn kröfum um réttindi til aksturs í atvinnuskyni.

Sumarfrí 2019 hjá Ekil Ökuskóla

Frá 1.júlí - 31.júlí verður lokað á skrifstofu Ekils vegna sumarfría, tölvupóstum verður svarað eftir sem áður og bendum við nemendum í fjarnámi á að notast við adstod@ekill.is, aðrir nemendur og almennar fyrirspurnir berist í á netfangið ekill@ekill.is. Afgreiðsla á gögnum tengdum fjarnámi raskast ekki á tímabilinu en nemendur eru beðnir um að taka til greina tímann sem Pósturinn þarf til að koma gögnunum á leiðarenda.

Goðsagnir handboltans

Við hjá Ekil Ökuskóla erum mjög stolt af því að ríða á vaðið ásamt Patrek Jóhannessyni á Goðsagna vegg KA.

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Tilkynning frá Dómsmálaráðuneytinu varðandi eftirlit með atvinnubílstjórum.

FRESTAÐ: Vinnuvélanámskeið 22.febrúar

Námskeiði frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna. Stefnum á að halda námskeið í byrjun apríl.