Goðsagnir handboltans

Patrekur Jóhannesson - Goðsögn KA
Patrekur Jóhannesson - Goðsögn KA

Handknattleiksdeild KA og Ekill gerðu með sér styrktarsamning á dögunum. Ekill verður þar með í hópi annarra frábærra fyrirtækja sem styðja við frekari uppbyggingu á handknattleiksdeild KA. Ekill tryggði sér pláss á mynd Patreks enda erum við sammála um að hann sé mjög vel að þeim heiðri kominn að vera fyrstur upp á Goðsagna vegginn. Patrekur Jóhannesson varð tvívegis Bikarmeistari með KA sem og einu sinni Deildarmeistari. Árið 1995 var hann valinn besti leikmaður Íslandsmótsins auk þess sem hann var markahæsti leikmaður mótsins. Patrekur er mikil fyrirmynd og gott að halda uppi goðsögninni svo ungir handboltaiðkendur eigi sér sterkar fyrirmyndir í íþróttinni.

Við erum einstaklega stolt af því að fá að taka þátt og styrkja liðið okkar með þessum hætti og hvetjum aðra til að skoða þennan valkost í markaðssetningu á sínu fyrirtæki. Á næstu viku munu goðsagnirnar hægt og rólega fylla upp í sal KA heimilisins. Hægt er að lesa fréttina á vef KA.

Handknattleiksdeild KA