Ekki lengur þörf á atvinnuréttindum vegna farþegaflutninga á sjúkrabíl

Breytingar voru gerðar á reglugerð um ökuskírteini 2.maí síðastliðin þar sem kemur fram að ökumaður ökutækis sem skráður er til neyðaraksturs er við akstur ökutækisins undanþeginn kröfum um réttindi til aksturs í atvinnuskyni, að undanskildum aldursskilyrðum. Hann skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk og gild ökuréttindi til að stjórna ökutækinu eftir því sem við á.

Það er því ekki lengur þörf á að taka C réttindi og Bfar (leigubíl) til þess að starfa á Slökkvistöð, heldur aðeins C réttindi.