Námskeið framundan

Námskeiðið frestast um viku og byrjar föstudaginn 5 okt klukkan 17:00.  Þann 05 október hefst námskeið til aukinna ökuréttinda hjá Ekli.Ekill hefur fest kaup á vörubifreið í flokki C til kennslu í verklegu og því mun kennsla á vörubifreiðina byrja strax eftir fyrstu helgina í bóklegri kennslu.

Bifhjólaleigan komin í gang

Nú er allt orðið klárt fyrir bifhjólaleiguna hjá Ekli á Akureyri og hjólin orðin klár til útleigu.Í boði eru 4 Kawasaki Versys, 1 Kawasaki er6 og 2 Suzuki V-storm.Hverju hjóli fylgir ein topptaska en til viðbótar er hægt að fá leigðar tvær hliðartöskur og fatnað einnig verður boðið upp á að fá leigt gps tæki og fjarskiptabúnað.