⚠️ Bikblæðingar á vegum – mikilvægt að sýna aðgát í akstri
21.05.2025
Á síðustu dögum hafa komið upp tilvik bikblæðinga á íslenskum vegum, sem geta valdið flughálum aðstæðum og aukinni slysahættu. Þetta á sérstaklega við á vegum með mikla umferð og þar sem notað hefur verið nýtt bindiefni í klæðningu vegarins.