Kynnum Sigurbjörgu Sól - ökukennara hjá Ekli

Nú fáum við að kynnast Sigurbjörgu okkar. Við hjá Ekill ökukóla erum virkilega glöð að hafa fengið Sigurbjörgu Sól Ólafsdóttur í okkar hóp. Hún var fyrsti ökukennarinn okkar í Reykjavík. Með því sýndi hún okkur það traust að taka þátt í að byggja upp starfsemi Ekils sunnan heiða – og hefur staðið sig afburðavel frá fyrsta degi.

Börn í umferðinni á leið í skólann

Á næstu dögum hefjast grunnskólar landsins á ný og þúsundir barna munu daglega leggja leið sína út í umferðina – gangandi, hjólandi eða í bílum foreldra. Fyrstu vikur skólaársins eru viðkvæmur tími í umferðinni þar sem börn eru að aðlagast nýjum rútínum og mörg þeirra að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæðir þátttakendur í umferðinni. Það er því á ábyrgð okkar allra – foreldra, ökumanna og samfélagsins í heild – að tryggja öryggi þeirra.