Kynnum Sigurbjörgu Sól - ökukennara hjá Ekli
28.08.2025
Nú fáum við að kynnast Sigurbjörgu okkar. Við hjá Ekill ökukóla erum virkilega glöð að hafa fengið Sigurbjörgu Sól Ólafsdóttur í okkar hóp. Hún var fyrsti ökukennarinn okkar í Reykjavík. Með því sýndi hún okkur það traust að taka þátt í að byggja upp starfsemi Ekils sunnan heiða – og hefur staðið sig afburðavel frá fyrsta degi.