Ekill ehf. veitir starfsbraut VMA endurgjaldslausan aðgang að námsefni Netökuskóla Ekils

Ekill Ökuskóli hefur ákveðið að leggja starfsbraut VMA lið með því að veita skólanum endurgjaldslausan aðgang að umfangsmiklum gagnabanka sem byggður hefur verið upp fyrir rafrænan ökuskóla fyrirtækisins. Nýverið gaf ökuskólinn einnig út rafræna kennslubók með möguleika á upplestri, höfundur bókarinnar er Jónas Helgason.

Þegar okkur barst til eyrna að starfsbraut VMA væri að kenna undirbúningsnámskeið fyrir ökunám fannst okkur upplagt að bjóða þeim aðgang að efni sem gæti nýst þeim við þann undirbúning.  Við erum afar stolt og ánægð með að fá tækifæri til að styðja við starfsbraut Verkmenntaskólans með þessum hætti.

Hér má nálgast fréttina á vef VMA.