- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Gestur Örn Ákason er hress fjölskyldumaður með mikinn áhuga á Formúlunni. Hann er fæddur í Reykjavík og uppalinn í Kópavogi, og utan vinnu sækir hann orku í ferðalög, útilegur og veiði.
Ef hann ætti fríhelgi með skömmum fyrirvara þá færi beinustu leið að veiða með hjólhýsið í eftirdragi. Hans draumaferð hvert sem er í heiminum væri til Japans, hvar hann fengi sér dýrindis nautasteik.
Ferill hans sem ökukennari hófst vegna áhuga hans á akstri, og hann segir að mörg augnablik – sérstaklega hvatning frá tengdamóður sinni – hafi ýtt honum út í þetta starf. Hann hefur lært að hann er þolinmóðari en hann hélt og að það er ótrúlega gefandi að sjá nemendur taka framförum og ná prófinu.
Gestur segir að skemmtilegast við starfið sé að hitta fólk og fylgjast með framförum þess í akstri. Að hans mati eru mikilvægustu eiginleikar ökukennara þolinmæði og hæfileikinn til að sjá hluti frá mismunandi sjónarhornum.
Hann sér framtíð ökukennslu þróast hægt – hann telur að breytingar á bílum muni ekki gerast eins hratt og margir halda, og nemendur muni áfram vilja læra á beinskiptan bíl. Ráð hans til nýrra ökukennara er einfalt: „Bara hafa gaman og reyna að setja sig í spor ökunemans.“
Við hjá Ekli erum stolt af því að hafa Gest í okkar hópi – kennara sem leggur hjarta og sál í að gera upplifun nemenda bæði skemmtilega og faglega.
Hér getur þú heyrt uppáhalds lagið hans Gests, þú gætir mögulega heyrt til hans á milli ökutíma í sumar með bílrúðuna niðri og þetta lag á fullum styrk :)