- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Guðrún Kristín hefur kennt ökunemum síðan 1998 (já, í Hafnarfirði þegar allir voru í gallabuxum með útvíðum skálmum). Hún man varla af hverju hún byrjaði – líklega vegna þess að starfið smellpassaði með aðalvinnunni – en hefur síðan þá haldið áfram að leiðbeina nemendum með þolinmæði, húmor og dágóðum skammti af kaldhæðni.
Þegar hún fær fríhelgi, slekkur hún á símanum, hverfur upp í bústað og slekkur ár sér eða „shut my brain down“ eins og hún orðar það sjálf. Þar nær hún sér í aukna orku – þó að útilegur, trérennsli og smá rólegheit í sveitinni hljómi líka vel (núna þegar hún vinnur ekki 24/7).
Tónlistin sem heldur henni gangandi? Smá bland af Butterfly (Crazy Town), Happy (Pharrell) og Stolen Dance (Milky Chance). Maturinn sem fær hana til að segja „OH MY GOD“? – og hún meinar þetta bókstaflega. Það eru svo sannarlega rjúpur eða gæsabringa með villibráðasósu.
Í starfinu elskar hún að hitta fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, en viðurkennir líka að kveikjuþráðurinn hverfi þegar þreytan bankar upp á. Hún leggur áherslu á eina dyggð: þolinmæði, þolinmæði og aðeins meiri þolinmæði. Því ef þú ert nemandi í tíma hjá henni, máttu treysta því að stressið er óþarfi og skemmir frekar fyrir – þó hún hafi einu sinni verið svo þreytt að hún æddi af stað með gaur í rútutíma sem átti í raun að fara í trailer. Já, svona gerast bestu sögurnar.
Framtíðin að hennar mati? Meira tölvutengt, minna spjall nema í verklegu. Hún sér bæði kosti og galla – en lofar að halda áfram að skila út góðum ökumönnum í umferðina.
Ráð til nýrra ökukennara? Byrja rólega, ekki reyna að troða öllu mælaborðinu í hausinn á nemendum í fyrsta tímanum – þeir muna hvort eð er ekki neitt. Sýndu þolinmæði, spurðu reyndari kennara ef þú ert í vafa, og ef þú kannt ekki svarið: ekki bulla. Finndu það og komdu með það næst.
Það er líklega besta lýsingin á Guðrúnu Kristínu: jarðbundin, heiðarleg og með húmorinn á sínum stað. Nemandinn upplifir bæði öryggi og fær síðan hláturskast í kaupbæti. Við höfum amk þakkað mikið fyrir að hafa hana og hennar kaldhæðna húmor í hópnum okkar - svo kemur það ekki að sök hvað hún er með mikla reynslu sem kennari og stjórnandi ;)