Kynnumst Guðrúnu Kristínu - ökukennara hjá Ekli ökuskóla

Guðrún Kristín Benediktsdóttir
Guðrún Kristín Benediktsdóttir

Guðrún Kristín hefur kennt ökunemum síðan 1998 (já, í Hafnarfirði þegar allir voru í gallabuxum með útvíðum skálmum). Hún man varla af hverju hún byrjaði – líklega vegna þess að starfið smellpassaði með aðalvinnunni – en hefur síðan þá haldið áfram að leiðbeina nemendum með þolinmæði, húmor og dágóðum skammti af kaldhæðni.

Sækir orkuna upp í bústað

Þegar hún fær fríhelgi, slekkur hún á símanum, hverfur upp í bústað og slekkur ár sér eða „shut my brain down“ eins og hún orðar það sjálf. Þar nær hún sér í aukna orku – þó að útilegur, trérennsli og smá rólegheit í sveitinni hljómi líka vel (núna þegar hún vinnur ekki 24/7).

Þegar Guðrún dillir sér smá

Tónlistin sem heldur henni gangandi? Smá bland af Butterfly (Crazy Town), Happy (Pharrell) og Stolen Dance (Milky Chance). Maturinn sem fær hana til að segja „OH MY GOD“? – og hún meinar þetta bókstaflega. Það eru svo sannarlega rjúpur eða gæsabringa með villibráðasósu.

Ekki mikið fyrir margt fólk, en nýtur þess að kynnast einstaklingum með ólíkann bakgrunn

Í starfinu elskar hún að hitta fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, en viðurkennir líka að kveikjuþráðurinn hverfi þegar þreytan bankar upp á. Hún leggur áherslu á eina dyggð: þolinmæði, þolinmæði og aðeins meiri þolinmæði. Því ef þú ert nemandi í tíma hjá henni, máttu treysta því að stressið er óþarfi og skemmir frekar fyrir – þó hún hafi einu sinni verið svo þreytt að hún æddi af stað með gaur í rútutíma sem átti í raun að fara í trailer. Já, svona gerast bestu sögurnar.

Námið verður stafrænna og þeim mun mikilvægara að hitta á góðan kennara

Framtíðin að hennar mati? Meira tölvutengt, minna spjall nema í verklegu. Hún sér bæði kosti og galla – en lofar að halda áfram að skila út góðum ökumönnum í umferðina.

Það þarf að byrja rólega en ekki búast við öðru en að hún gerir kröfur til þín í fyrsta tíma !

Ráð til nýrra ökukennara? Byrja rólega, ekki reyna að troða öllu mælaborðinu í hausinn á nemendum í fyrsta tímanum – þeir muna hvort eð er ekki neitt. Sýndu þolinmæði, spurðu reyndari kennara ef þú ert í vafa, og ef þú kannt ekki svarið: ekki bulla. Finndu það og komdu með það næst.

 

Það er líklega besta lýsingin á Guðrúnu Kristínu: jarðbundin, heiðarleg og með húmorinn á sínum stað. Nemandinn upplifir bæði öryggi og fær síðan hláturskast í kaupbæti. Við höfum amk þakkað mikið fyrir að hafa hana og hennar kaldhæðna húmor í hópnum okkar - svo kemur það ekki að sök hvað hún er með mikla reynslu sem kennari og stjórnandi ;)