🏍️ Bifhjól í umferðinni – öryggi allra vegfarenda

Vorið og sumarið marka upphaf bifhjólatímabilsins á Íslandi. Þegar fleiri bifhjól birtast á vegunum er mikilvægt að allir vegfarendur – bæði ökumenn bifhjóla og annarra ökutækja – sýni sérstaka aðgát og virðingu í umferðinni.

⚠️ Bikblæðingar á vegum – mikilvægt að sýna aðgát í akstri

Á síðustu dögum hafa komið upp tilvik bikblæðinga á íslenskum vegum, sem geta valdið flughálum aðstæðum og aukinni slysahættu. Þetta á sérstaklega við á vegum með mikla umferð og þar sem notað hefur verið nýtt bindiefni í klæðningu vegarins.

🌞 Skrifstofan lokuð í dag – sólin er okkur ofurmegnug!

Við hjá Ekli höfum fengið sólsting – sólin neitar að hætta að skína á Akureyri og hitastigið á skrifstofunni hefur farið upp úr öllu valdi - þrátt fyrir veika tilraun í morgun þegar þoka lá yfir bænum, tölum ekki frekar um það.. 🌤️

Uppfærð námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra

Samgöngustofu gaf út í síðasta mánuði uppfærða námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra.

Meiraprófsnám í fjarnámi

Nú geta nemendur Ekils ökuskóla tekið meiraprófsréttindi fyrir C1 og C1E í fjarnámi í Netökuskóla Ekils !

Rafræn próftaka Öryggisprófa hefst 31.janúar!

Bóklegt próf fyrir meiraprófsréttindi verður rafrænt þann 31.janúar, þetta er annað bóklega ökuprófið sem gert er rafrænt og fært yfir í fullyrðingaform.

Við kynnumst kennurum Ekils

Á síðasta ári fjölgaði kennurum Ekils um tæplega 50%, við viljum kynna ykkur kennara okkar vikulega núna og byrjum á því að sýna ykkur þennan frábæra hóp sem tekur á móti ykkur í Hafnarfirði í verklega tíma..

Önnin hefst 13.janúar með meiraprófsnámskeiði í fjarkennslu

Kennsla fer fram bæði á ensku og íslensku og mun kennsla fara fram frá kl.17:30-21:45 öll virk kvöld næstu 4 vikurnar á eftir.

Þú getur nú sótt æfingaakstursmerkið þitt hjá Sjóvá

Við höfum oft fengið að heyra það að nemendur bíða spenntir eftir að fá æfingaakstursmerkið sent, nú getur þú nálgast það samdægurs hjá Sjóvá um land allt.

Vinnuvéla og ökuhermir

Jólin komu snemma til okkar í ár en þann 19.desember fengum við afhendan vinnuvéla hermi frá TenStar simulation í Svíþjóð.