08.03.2011
Þá er komin tímasetning á svokallað Harkaranámskeið sem er fyrir þá aðila sem vilja geta leyst leigubílstjóra af.Námskeiðið mun standa yfir í tvo daga og byrjar miðvikudaginn 23 mars klukkan 09 og stendur til klukkan 16 eða 17 eftir því hvernig sækist.
25.03.2011
Þá er komin dagsetning á næsta vinnuvélanámskeið.Námskeiðið hefst Föstudaginn 25 mars klukkan 17:30 og verður haldið í
húsnæði Ekils að Goðanesi 8-10 á Akureyri.
14.02.2011
Í mars er stefnt að því að halda svokallað Harkaranámskeið.Það námskeið þurfa þeir að hafa sem ætla
sér að geta starfað sem afleysingaleigubílstjórar.Áhugasamir skrái sig í síma 4617800 / 8945987 eða á tölvupóst
ekill@ekill.
20.01.2011
Jæja hvað segir fólkið, á ekki að skella sér á námskeið og verða sér út um frekari ökuréttindi? Hvernig
væri að ná sér í réttindi á pallbíl, rútu eða vörubíl eða jafnvel leigubíl? Námskeið til aukina
ökuréttinda byrjar 8 febrúar klukkan 17:30 hjá Ekil.
29.12.2010
Ekill ökuskóli sendir viðskiptavinum sínum og ökukennurum um land allt óskir um gleðilegt og farsælt
komandi ár og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða.
Nýtt ár hjá Ekil byrjar með nýuppfærðum og endurbættum fjarnámsvef á námskeiðum fyrir almenn
ökuréttindi og ökuréttindum á bifhjól.
07.09.2010
Ekill stofnar bifhjólaleigu.Ekill hefur fengið leyfi til reksturs bílaleigu í þeim tilgangi að leigja út bifhjól.Hægt verður er að taka á leigu bifhjól til
lengri eða skemmri tíma þá er stefnt að því að bjóða upp á hjólaferðir um Norðurland á komandi árum.
22.08.2010
Snemma á þessu ári var námskeið Ö2 í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla viðurkennt af Umferðarstofu.
Bóklegt námskeið til almennra ökuréttinda í fjarnámi hefur verið vel tekið af okkar viðskiptavinum og fer þeim stöðugt
fjölgandi sem finnst þægilegt að taka bóklega námskeiðið á netinu.
22.08.2010
Eftir gott og annasamt sumar á bifhjólanámskeiðum er undirbúningur fyrir námskeið aukina ökuréttindi og vinnuvélaréttindi
hafin. Eigendur felli- og hjólhýsa sem hafa aðeins B ökuréttindi eru hvattir til að kynna sér heildarþyngd vagna sinna og kynna
sér í framhaldi að því hvort þeir hafi réttindi til að draga vagninn.
24.06.2010
Lærðu á bifhjól hjá þeim sem stunda sjálfir sportið. Myndir þú læra á bíl
hjá ökukennara sem keyrði lítið sem ekkert bíl sjálfur?
Grétar Viðarsson ökukennari og eigandi Ekils ökuskóla hefur stundað bifhjólaakstur í mörg ár og raunar frá unglingsaldri og hefur
mikinn áhuga á öllum ökutækjum.
24.06.2010
Af sérstökum ástæðum verður ekki af áður auglýstu námskeiði þar sem Stefán Finnbogason ætlaði að leiðbeina
um viðhald bifhjóla, eða að eftirlita bifhjólið sitt væri kanski réttara að kalla það.