Aukin ökuréttindi

Volvo 700hp
Volvo 700hp
Ágætis aðsókn var á síðasta meiraprófsnámskeið, 12 þátttakendur sóttu námskeiðið. Skráning á næstu meiraprófs- og vinnuvélanámskeið standa yfir.  Senda má inn skráningu og fyrirspurn  hér .  

Skapaðu þér aukna atvinnumöguleika með því að taka aukin ökuréttindi, á hópbifreið, leigubíl, vörubifreið og eftirvagn.
Námskeiðið byrjar föstudaginn 06 maí klukkan 17:30 að Goðanesi 8-10 í húsnæði Ekils ökuskóla.

Námskeiðið sem byrjar þann 6 maí verður haldið um helgar þar sem kennsla fer fram frá klukkan 17:30 til 22:00 á föstudögum og mánudögum en frá klukkan 09:00 til 160:00 á laugardögum og sunnudögum.  
Þeir sem taka réttindi á vörubifreið og eftirvagn taka þrjár helgar en þeir sem taka réttindi á hópbifreið taka fjórar helgar.  Þá er stefnt að því að þeir sem námskeiðið sækja verði komnir með réttindin um mánaðarmót maí / júní.  
Skráning í síma 4617800 eða 8945985 einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst á ekill@ekill.is