Harkaranámskeið 23 og 24 mars

Þá er komin tímasetning á svokallað Harkaranámskeið sem er fyrir þá aðila sem vilja geta leyst leigubílstjóra af. Námskeiðið mun standa yfir í tvo daga og byrjar miðvikudaginn 23 mars klukkan 09 og stendur til klukkan 16 eða 17 eftir því hvernig sækist. Fimmtudagurinn 24 mars verður síðan eins þ.e.a.s frá klukkan 09 til 16 eða 17.

Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á ekill@ekill.is eða í síma 4617800 og 8945985.