Atvinnuréttindi á rútu, flutningabíl og eftirvagn kennt í gegnum fjarfund og verkleg kennsla á
Akureyri, Suðurnesjum og í Hafnarfirði
skráðu þig hér!
Endurmenntun atvinnubílstjóra eru 5 námskeið sem þarf að ljúka á 5 ára fresti til að hafa starfsleyfi til vöru og fólksflutninga. Námskeiðin eru kennd í fjarfundi, að undanskildu námskeiðinu Aðkoma að slysavettvangi sem er kennt í Slökkvistöð Akureyrar.
Mótorhjólaréttindi skiptast í 3 flokka. Fyrsta mótorhjólapróf er hægt að taka við 17 ára aldur, síðan 19 ára og að lokum full réttindi við 24 ára aldur.
Ökuréttindi B á fólksbíl gefur leyfi til að keyra með allt að 8 farþega. Byrja má undirbúning ökunáms 16 ára. Til að sækja sér réttindi til að aka með kerru þyngri en 750 kg (BE-réttindi) þarf viðkomandi að hafa náð 18 ára aldri.
Ökuréttindi á vörubifreið og eftirvagn er hægt að fá fyrst við 18 ára aldur í flokki C1 og C1E. Réttindi í flokki C og CE er hægt að fá við 21 árs aldur. Réttindi á rútu D/D1 má taka við 24 ára aldur.
Meirarprófsnámskeið er byggt upp sem bóklegt 4 vikna námskeið kennt í kvöldskóla frá 17:30-21:45 og verklegir ökutímar með kennara. Bóklegi hlutinn er nú í boði í fjarfundi, þannig spara þátttakendur tíma, peninga og geta lært í þægindum eigin heimilis.
Dráttarvélaréttindi getur sá fengið sem hefur náð 16 ára aldri. Vinnuvélaréttindi, stóru vinnuvélaréttindin, getur sá fengið sem hefur náð 17 ára aldri og hefur ökuréttindi á bifreið.
NETÖKUSKÓLI EKILS
Netökuskóli Ekils gerir nemandanum kleift að vinna námið á þeim tíma sem hentar honum best, námið er einstaklingsmiðað, talsett og gagnvirkt. Námskeiðunum fylgir raf- og hljóðbókin Undir stýri, öll námsgögn eru innifalin í verði námskeiðsins.
Netökuskóli Ekils bíður upp á Ökuskóla 1 (Ö1) og Ökuskóla 2 (Ö2) fyrir B réttindi, námskeið fyrir létt bifhjól og bifhjól.
Courses also available in English with an English e-book.
Ekill Ökuskóli greiðir ekki þriðja aðila þóknun fyrir beinan aðgang að nemendum.