Endurmenntun

Umferðaröryggi bíltækni

Bílstjóri með réttindi til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1-og D-flokki í atvinnuskyni er yfirleitt meira í umferðinni en hinn almenni ökumaður og má því ætla að hann komi oftar að vettvangi umferðarslyss. Aðrir vegfarendur ætlast að auki oft til þess að þeir taki að sér stjórn aðgerða á vettvangi slyss. Ennfremur má gera ráð fyrir að bílstjóri sem starfar við farþegaflutninga í atvinnuskyni geti verið fjarri byggð með farþega þegar slys verður. Mikilvægt er að hann þekki skipulag, boðleiðir og störf björgunar-og viðbragðsaðila og geti undirbúið aðkomu þeirra á vettvangi. Farið er yfir helstu þætti sem auka öryggi í umferðinni,bæði er varða umhverfi og bíltækni. Kynnt er hugmyndafræði svokallaðrar „núllsýnar“ í umferðaröryggisstarfi og helstu tegundir vinnuslysa og umferðarslysa skoðaðar.

Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum í akstri ökutækja með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni.
Atvinnubílstjórar sem fengu ökuréttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að hafa lokið námskeiði fyrir 10. september 2018.

Lengd: 7 klst. með matar- og kaffihléum

Námsmarkmið: Markmiðið er að bílstjórinn þekki vegakerfið og helstu hættur sem eru til staðar eða geta skapast í tengslum við ytri aðstæður, s.s. við mismunandi veðurskilyrði. Einnig að hann þekki helstu tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir.

Leiðbeinandi: Jónas Þór Karlsson og Maron Pétursson

Styrkir v.starfstengds náms

Til upplýsinga, þá geta einstalingur og fyrirtæki sótt sameiginlega (en þó í sitthvoru lagi) um styrk vegna starfstengdrar fræðslu (ath. þetta á ekki við um almennt ökunám).

https://starfsafl.is/sameiginlegur-styrkur-felagsmanns-og-fyrirtaekis/

Við minnum á að öll fyrirtæki á almenna markaðnum, með starfsfólk í Eflingu, Hlíf og VSFK, geta sótt um styrk vegna fræðslu starfsfólks. Ekki þarf að sækja um sérstaka aðild heldur myndast réttur sjálfkrafa samhliða greiðslu á launatengdum gjöldum. Réttur fyrirtækis, óháð stærð, er 3 milljónir króna á ári. Sjá nánar á www.starfsafl.is

Við minnum á að sótt er um styrk vegna fræðslu fyrirtækis á vefgátt sjóða, www.attin.is