Kerruréttindi BE - Verklegt námskeið

Kerruréttindi BE eru í gangi allan ársins hring. Námið er kennt í einkatímum þar sem nemandi og kennari fara yfir námsefni og verklegar æfingar.

BE réttindi getur sá fengið sem náð hefur 18 ára aldri

Réttindaflokkur BE veitir ökuréttindi til að aka bifreið í flokki B með eftirvagn/tengitæki sem er allt að 3.500 kg að heildarþunga. ATH að öruggast er að skoða í skráningaskírteini hvers ökutækis hvað ökutækið má draga þungan eftirvagn/tengitæki og er þá alltaf farið eftir heildarþunga eftirvagnsins ekki eigin þyngd.

Aldurskröfur fyrir BE réttindi er 18 ára aldur og hafa fullnaðar ökuskírteini.

Nemandi sækir 4 tíma í akstri með eftirvagn að viðbættum próftíma, samtals 5 tímar.

Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.

 

Skráðu þig hér