Eftirvagnar, kerruréttindi BE

Hér skráir þú þig á námskeið fyrir BE réttindi.
BE réttindi gefa þér rýmri heimild þegar kemur að heildarþunga eftirvagns.
 
Reglan er sú að fólksbíll, má vera í heildina ásamt eftirvagni samtals 3500 kg að heildarþunga. 
Sé bíllinn skráður 3500 kg að heildarþunga má ökumaður bæta við allt að 750 kg eftirvagni án aukinna réttinda. 
Heildarþunga ökutækis og eftirvagns má finna í skráningarskírteini.
 
Með því að bæta við sig BE réttindum fær ökumaður leyfi til að draga eftirvagn sem er á þyngdarbilinu 750 kg - 3500 kg, að því gefnu að ökutækið megi skv.skráningarskírteini draga svo þungan eftirvagn.
Hjólhýsi og hestakerrur myndu í langflestum tilfellum flokkast undir BE réttindaflokkinn. 
 
Kennsla fer fram á Akureyri, Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum
 
Engin skuldbinding er fyrir skráningu.
 
Til að próftökuferli geti hafist þarf að sækja um ökuskírteini hjá Sýslumanni. Mæta þarf til Sýslumanns, með passamynd meðferðis og fylla út umsókn um viðbót við ökuréttindi.
 
Með því að staðfesta skráningu gefur þú Ekil Ökuskóla leyfi til að geyma þær persónuupplýsingar sem þú gefur upp. Sjá nánar um geymslu persónuupplýsinga í persónuverndarstefnu Ekils Ökuskóla.