Ökunám á netinu

 

Netökuskólinn Ekill

Netökuskóli Ekils gerir þér kleift að stunda ökunám þegar þér hentar og þar sem þér hentar. 
Það skiptir ekki máli hvort þú býrð fyrir vestan, austan, norðan, sunnan eða
erlendis þú getur allstaðar stundað námið og hafið ökukennslu.

Forráðamenn geta verið skráðir aðstoðamenn í náminu og þannig undirbúið sig undir leiðsögn í æfingaakstri en einnig fylgst með framvindu námsins og aðstoðað nemandann eftir bestu getu í ökunáminu.

Fjarnám hefur færst í aukana á síðustu árum en Ekill var fyrsti ökuskólinn 
til að bjóða upp á þennan möguleika í ökukennslu á Íslandi. 
Netökuskóli hefur verið starfræktur hjá Ekli frá því 2004 og er því óhætt 
að segja að mikil reynsla og þekking sé þar að baki.

Það er ekki eftir neinu að bíða. Netökuskóli Ekils er með sinn eigin fjarnámsvef sem hægt er að nálgast með því að smella á tengilinn hér að neðan. Það er fljótlegt og einfalt að sækja um og hefja ökunám á netinu.

Undir stýri - er rafbók fyrir B réttindi útgefin af Ekil Ökuskóla, höfundur Jónas Helgason.

Við mælum eindregið með því að nemendur sem taka Ö1 og Ö2 námskeið noti rafrænu kennslubókina Undir Stýri. Aðgangur að rafbókinni er innifalinn í verði námskeiðsins. Ekki er þörf á öðrum námsgögnum á meðan ökukennslu stendur.

Ökuskóli 1 kostar 11.000 kr, aðgangur að rafbók innifalin.
Ökuskóli 2 kostar 11.000 kr, aðgangur að rafbók innifalin.
Bifhjólaréttindi, námskeið kostar 12.000 kr. aðgangur að rafbók innifalin.
Bókin fyrir bifhjólanámskeiðið ásamt sendingarkostnaði kostar 6.000 kr.  
Léttbifhjólaréttindi, námskeið kostar 15.000 kr, aðgangur að rafbók innifalin, mælum einnig með því að bókin Akstur bifhjóla sé lesin, hægt er að panta hana hjá Ekil ökuskóla og kostar bókin 5000kr.

ATH að þeir sem klára léttbifhjólaréttindi með ökuprófi fá metið bóklegt námskeið fyrir Ö1 námskeið og þurfa því ekki að taka Ökuskóla 1. 

Ekill Ökuskóli greiðir ökukennurum ekki þóknun fyrir beinan aðgang að nemendum, líkt og tíðkast hefur á þessum markaði. Við hjá Ekil Ökuskóla viljum frekar þjónusta nemendur okkar betur og bjóða þeim námið og námsgögnin á lægra verði.

Ekki missa af neinu - skráðu þig í ökunámið á netinu.

Netökuskóli Ekils