Aldurskröfur, innihald náms og verklegar kennslustundir


M réttindi / skellinaðra, vespa.

Aldurskröfur fyrir M réttindi eru þau að viðkomandi hafi náð 15 ára aldri.

Námskeið fyrir M réttindi;

Bóklegt sem verklegt námskeið. Bóklegt námskeið þar sem farið er yfir helstu reglur um akstur í umferð og meðferð léttbifhjóls, 12 kennslustundir. Hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla.  Akstur á afmörkuðu svæði þar sem próftaki þarf að sýna ákveðna akstursfærni í keiluæfingum og akstur í almennri umferð.  Kennslustundir að lágmarki 8.

Sjá námskrá.

 

B réttindi / bíll

Þegar unglingur hefur náð 16 ára aldri má hann eins og reglur eru í dag byrja ökunám á bifreið. Taka þarf bóklegt sem verklegt nám sem samanstendur af námskeiðum sem kallast Ö1, Ö2 og Ö3. Bóklegt Ö1 og Ö2 námskeið er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla. Að loknu Ö1 námskeiði getur unglingurinn fengið útgefið æfingaleyfi þar sem hann getur keyrt bifreið undir leiðsögn, oftast eru það foreldrar sem taka þá leiðsögn að sér.

Almenn ökuréttindi í flokki B veita rétt til að aka fólksbifreið að hámarksþyngd 3.500 kg og 8 farþega auk ökumanns.  
Sendibifreið sem er allt að 3.500 kg.
Þá má draga kerru sem er allt að 750 kg að heildarþyngd ef bílinn sem dregið er með er 3.500 kg. Draga má þyngri kerru en 750 kg en þá má sameiginlegur þungi beggja ökutækja ekki fara yfir 3.500 kg. Þ.e.a.s að bílinn og kerran mega þá ekki sameiginlega fara yfir 3.500 kg í heildarþunga.
Dráttarvél.
Vinnuvél, bara keyra hana en ekki vinna á vinnuvélinni.
Létt bifhjól, vespu.
Bifhjól á þremur hjólum, fjórhjól eða hjól á fleiri hjólum.
Torfærutæki, t.d snjósleða, torfærubifhjól.

Námskeið fyrir almenn ökuréttindi;

Bókleg sem verkleg námskeið sem samanstanda af námskeiðum Ö1, Ö2 og Ö3.  Bókleg námskeið fyrir Ö1 12 kennslustundir og Ö2 10 kennslustundir er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla, mjög gott námskeið ásamt því að vera þægilegt og ódýrt því taka þarf inn í reikninginn milliferðir frá heimili og til þess staðar sem námskeiðið fer fram. Verkleg kennsla á bílinn u.þ.b 10 tíma fyrir æfingaleyfi er svo best að fari fram samhliða bóklega undirbúningnum og u.þ.b 6 tímar á Ö2 námskeiðinu. Á Ö3 námskeiði er farið í gegnum forvarnir, 5 tíma kennsla sem er blönduð sýni- og fræðileg kennsla þar sem nemandinn er látinn aka skriðvagni (skidcar) sem er sérstaklega útbúinn bíll til æfinga á lokuðu svæði.

Sjá námskrá.

 


A réttindi / mótorhjól
.

Aldurskröfur fyrir A réttindi er 17 ára en þá fær sá aðili réttindi til að aka stóru bifhjóli sem er að hámarki 25kw að stærð vélar.  Eftir tveggja ára reynslu sem ökumaður bifhjóls allt að 25kw að stærð fær viðkomandi full ökuréttindi á stórt bifhjól og má aka hvaða bifhjóli sem er hafi hann tekið ökuprófið á sínum tíma á bifhjól sem nær þeirri stærð sem reglur kveða á um fyrir þá sem taka próf á stórt bifhjól.  Ef viðkomandi hefur náð 21 árs aldri þegar hann tekur próf á bifhjól fær hann strax full ökuréttindi á hvaða bifhjól sem er hafi hann tekið prófið á nægjanlega öflugt bifhjól, sem reglur segja til um.

Námskeið fyrir A réttindi;

Bóklegt sem verklegt námskeið.  Hafi viðkomandi þegar réttindi til að aka bifreið í flokki B þarf að taka 12 kennslustunda bóklegt námskeið, sem hægt er að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla. Hafi viðkomandi ekki B réttindi þarf að taka 24 kennslustunda bóklegt námskeið.  Þá þarf að taka 11 kennslustundir í verklegri kennslu.  Akstur á plani þar sem æfa þarf meðferð hjólsins m.a í keiluæfingum og síðan akstur í almennri umferð.

Sjá námskrá.