Vorönn 2019

Dagskrá vorannar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, tvö meiraprófsnámskeið og tvö vinnuvélanámskeið verða kennd á tímabilinu 15.jan - 15.maí.

Endurmenntun atvinnubílstjóra verður með örlítið breyttu sniði á vorönn 2019. Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra hafa hingað til verið kennd á laugardögum en viljum við nú bjóða uppá námskeiðin á virkum dögum frá 9:00 - 16:00 þá geta atvinnubílstjórar sótt námskeiðin á dagvinnutíma í staðin fyrir að mæta á almennum frídegi. Upplýsingar um námskeiðin og reglur varðandi endurmenntun atvinnubílstjóra má finna hér á síðu Ekils Ökuskóla og á vef Samgöngustofu.

Nálgast má alla dagskrá vorannar bæði hér VIÐburðir og á facebook síðu Ekils Ökuskóla