Vinnuvélanámskeið 25 mars

Þá er komin dagsetning á næsta vinnuvélanámskeið. Námskeiðið hefst Föstudaginn 25 mars klukkan 17:30 og verður haldið í húsnæði Ekils að Goðanesi 8-10 á Akureyri.

Námskeiðið mun taka yfir tvær helgar og virku dagana þar á milli. Skráning með tölvupósti á ekill@ekill.is eða í síma 4617800 og 8945985.  Líklega síðasta vinnuvélanámskeiðið fyrir vorið hér norðan heiða, því er um að gera að skrá sig.  Munið að athuga með styrk frá verkalýðsfélagi.