Vinnuvélanámskeið

Ekill ökuskóli í samstarfi við Nýja Ökuskólann heldur vinnuvélanámskeið sem mun byrja um mánaðarmót janúar / febrúar ef næg þátttaka fæst.... 


Hjá Nýja ökuskólanum er skólastjóri Svavar Svavarsson sem ég leyfi mér að segja að sé faðir vinnuvélanámskeiðanna á Íslandi. Svavar kom sjálfur að kennslu á síðasta námskeiði sem haldið var hjá Ekli ökuskóla ásamt tveimur öðrum aðilum sem hafa mikla reynslu og starfa á þessu sviði.


Nýi ökuskólinn er rekin ET eða Einar og Tryggv ehf í Reykjavík sem hefur áratuga reynslu í þungaflutningum.  Á heimasíðu þeirra kemur fram að þeir hafa yfir að ráða um 40 dráttarbílum og hafa tekið að sér meðal stærstu flutninga sem hafa verið framkvæmdir hér á landi.  


Því er ljóst að þarna eru á ferðinni menn sem kunna sitt fag og ef þú hefur áhuga á því að fá góða kennslu frá mönnum sem starfa á og með vinnuvélar í dag þá er þetta námskeiðið sem þú ættir að setja framar öðrum sambærilegum námskeiðum sem í boði eru hér á Akureyri og nágrenni.