Umsókn um ökuskírteini

Ný umsóknareyðublöð vegna umsóknar um ökuréttindi er komin á vef Lögreglunnar

Umsókn um ökuskírteini - Nýr flokkur 
Helstu breytingar eru vegna atvinnuréttinda á stór ökutæki. Auðveldara er að merkja við ef aðeins er sótt um atvinnuréttindi með ökuréttindum sem viðkomandi er þegar með. Sá sem sækir t.d. um D-flokk með atvinnuréttindum merkir þá við bæði D og Da en sá sem er bara með ökuréttindi í D-flokki t.d. erlendis frá og vill fá atvinnuréttindi merkir bara við Da. Ekki er gert ráð fyrir að sá sem sækir um ökuskírteini í fyrsta skipti þurfi að merkja hvort hann vilji takmörkun við sjálfskiptan bíl, ákvörðun hans er látin bíða fram að verklega prófinu. Þá kemur í ljós hvað hann hefur valið og prófdómari merkir sakvæmt því á umsóknina.