Nýtt námskeið.

Á nýafloknu námskeiði fyrir aukin ökuréttindi voru 10 nemendur sem luku við bóklegt próf hjá Frumherja.  Allir nemendurnir stóðust bóklegt próf í fyrstu tilraun.

  Næsta námskeið

Næsta námskeið til aukinna ökuréttinda verður haldið í október ef næg þátttaka fæst.  Ekill ökuskóli hefur nú fengið til umráða bíl til kennslu fyrir C1 og D1 réttindi.  Það eru réttindi sem gefa ökuréttindi til aksturs vörubifreiða allt að 7,500 kg C1 og D1 til aksturs hópbifreiða fyrir allt að 16 farþega auk ökumanns. Ökuréttindi sem henta fólki sem þurfa eða vilja geta ekið bifreið sem er stærri en almenn fólksbifreið og B réttindi gefa fólki réttindi til að aka.
Hjá Ekli ökuskóla er lagður metnaður í það að þjónusta viðskiptavininn vel. Sem dæmi má nefna að nemendur greiða fyrir námskeið aukinna ökuréttinda eftir framvindu námskeiðsins og kapp lagt á að klára akstur og verklegt próf á sem stystum tíma en draga það ekki í marga mánuði.

Skráning í síma 4617800 eða 8945985.