Nú er hægt að sækja um fyrsta ökuskírteinið á netinu

Nú hefur vefsíða Ísland.is opnað fyrir umsóknir á ökuskírteini fyrir þá sem hyggjast taka almennt bílpróf eða svokölluð B réttindi. Áður var nauðsynlegt að fara til Sýslumanns og skila inn skriflegri umsókn en verið er að vinna í því hörðum höndum að koma þeim umsókn í rafrænt form. Við vekjum athygli á að þetta gildir ekki fyrir þá sem eru að sækja um aukin ökuréttindi. 

Við hvetjum alla að sem eru að sækja um fyrsta ökuskírteinið að notfæra sér formið á vef Ísland.is. Vanti þig frekari upplýsingar um almenn ökuréttindi hvetjum við þig til að smella á hnappinn nánar um almenn ökuréttindi hér fyrir neðan. 

Nánar um almenn ökuréttindi Vefsíða Ísland.is