Námskeið aukin ökuréttindi

Volvo FH16 610hp
Öflugasti kennslubíll
landsins hjá Ekli ökuskóla

 

 Þann 10 ágúst byrjar námskeið fyrir aukin ökuréttindi hjá Ekli ökuskóla. Þetta verður fyrsta námskeið til aukina ökuréttinda sem haldið verður í nýju og glæsilegu húsnæði skólans að Goðanesi 8 til 10

Þann 10 sept næstkomandi verður breyting á reglugerð um ökuskírteini þar sem að réttindi til aksturs vörubifreiða í atvinnuskyni fer úr 18 ára aldri í 21 árs aldur. Þetta þýðir að eftir 10 sept þarf sá sem ætlar sér að starfa sem vörubifreiðastjóri að verða orðin 21 árs. Þeir sem hafa öðlast þessi réttindi fyrir 10 september en eru ekki orðnir 21 árs að aldri fá full réttindi og hafa því atvinnuleyfi sem vörubifreiðastjórar þrátt fyrir að vera yngri en 21 árs að aldri.

Skráning er hafin á næsta námskeið sem mun byrja 10 ágúst og verður kennt frá 17:30 virka daga og á laugardegi.

HVERNIG VÆRI NÚ AÐ LÆRA Á AFLMESTA KENNSLUBÍL LANDSINS, 610 HP VOLVO FH16 ??

Skráning fer fram í síma 4617800 / 8945985 eða með tölvupósti á ekill@ekill.is