Mótorhjól

Hjól á lyftu
Hjól á lyftu
Eftir miðjan maí verður Stefán Finnbogason í samstarfi við Ekil ökuskóla með leiðsögn um viðhald bifhjóla....

 Segja frá á Facebook           


Stefán þekkja líklega margir sem eru í bifhjólamennskunni, hann hefur tekið að sér að gera við bifhjól fyrir fólk og hefur gert nokkuð að því að gera upp bifhjól.  Hann ætlar að leiðbeina þeim sem áhuga hafa hvað það er sem helst þarf að fylgjast með í bifhjólinu svo öruggt sé.

Bifhjólaeign landans hefur aukist mjög síðustu ár, þar á meðal er fólk sem hefur litla sem enga sérþekkingu á bifhjólum og því kærkomið fyrir þá sem vilja fá leiðsögn og leiðbeiningar frá einum af fremstu mönnum landsins í viðhaldi bifhjóla að nýta sér þetta námskeið.

Áhugasamir geta skráð sig á ekill@ekill.is eða í síma 8945985 þar sem taka þarf fram nafn og símanúmer. Frekari dagsetning verður auglýst síðar en stefnt er að því að halda námskeiðið á tímabilinu frá miðjum maí til mánaðarmóta maí / júní.