Meirapróf

Námskeið sem átti að byrja á morgun miðvikudag 17.febrúar frestast um viku af óviðráðanlegum ástæðum. Næg þátttaka er komin svo að af námskeiðinu verði.

 Segja frá á Facebook 

Enn er samt pláss fyrir fleiri á námskeiðið svo að enn er möguleiki á því að skrá sig og verða með.  Væntanlega verður ekki annað námskeið á þessum vetri fyrir vorið svo að það er um að gera fyrir þá sem áhuga hafa á því að auka við sig um ökuréttindi að slá til og vera með.

Verkalýðsfélög eru að taka þátt í kostnaði vegna aukina ökuréttinda, það getur verið misjafnt milli félaga hvað eða hversu mikið er greitt niður en flest eru að greiða námskeið niður um 100.000 kr. Hver og einn verður að kynna sér réttindi sín hjá sínu félagi og eins hvað verið er að greiða mikið niður.