Lokað fyrir verklega ökukennslu næstu 3 vikur

Takmarkanir heilbrigðisyfirvalda ná til okkar í því formi að næstu þrjár vikur verður ekki leyfilegt að kenna verklega ökutíma. Við munum leiðrétta tíma nemenda og biðjum við ykkur um að fylgast með í Noona appinu og sýna okkur þolinmæði á meðan við komum þessu öllu í rétt horf aftur.

Við munum nýta tímann í að undirbúa næstu námskeið og bæta námsefnið okkar.

Við óskum ykkur gleðilegra páska, verðum vissulega hér á skrifstofu Ekils og svörum símtölum og tölvupóstum eins og þeir berast :)