Loka útkall á aukin ökuréttindi

Stór ökutæki
Stór ökutæki
 Aukin ökuréttindi byrjar föstudaginn 20 kl 17:30.

Nú er komið að loka útkalli á námskeið til aukina ökuréttinda. Námskeiðið byrjar föstudaginn kemur þann 20.11 klukkan 17:30 í húsnæði Ekils að Goðanesi 8-10.  Nú þurfa þeir sem hafa verið að hugsa um að vera með að láta slag standa og hafa samband  í síma 8945985 eða með tölvupósti á ekill@ekill.is og skrá sig á námskeiðið. Næg þátttaka er nú þegar svo að af námskeiðinu verði. Góð aðstaða í nýju húsnæði Ekils ökuskóla.


Námskeið til aukina ökuréttinda hefst að óbreyttu þann 12 nóvember. Nú er um að gera að skrá sig á námskeiðið, skráning stendur yfir í síma 8945985.
Munið að athuga með styrk frá ykkar verkalýðsfélagi.

Eins og fram hefur komið þá hefur Ekill ökuskóli til umráða bifreið til kennslu fyrir C1 og D1 réttindi.  Þarna er um að ræða C1 réttindi sem gefa réttindi til að aka bifreið sem er allt að 7500 kg í heildarþunga og D1 réttindi sem gefa réttindi til að aka hópbifreið í atvinnuskyni fyrir allt að 16 farþega.
Nokkuð er um það í dag að fólk sem á og ekur um á pallbílum eins og FORD 250 og bílum svipuðum þeim, séu ekki með réttindi á þá bíla.  Það sem fólk er að misskilja er það að 250 Ford er innan við 3500 kg í eigin þyngd en um 3800 kg í heildarþunga.  Það er hinsvegar sú þyngd sem segir til um það hvort sú bifreið falli undir C1 réttinda flokkinn en ekki eiginþyngdin eins og margir vilja meina.  Þyngdin sem skilur á milli B réttindaflokks og C1 réttindaflokks er 3500 kg í heildarþunga bifreiðarinnar.