Leigubílaréttindi, harkaranámskeið!

Í mars er stefnt að því að halda svokallað Harkaranámskeið. Það námskeið þurfa þeir að hafa sem ætla sér að geta starfað sem afleysingaleigubílstjórar. Áhugasamir skrái sig í síma 4617800 / 8945987 eða á tölvupóst  ekill@ekill.is

Þeir sem hafa tekið réttindi til að mega aka leigubifreið hjá ökuskólum þurfa auk þess að sækja námskeið sem kallað hefur verið Harkaranámskeið til að geta starfað sem leigubílstjórar í afleysingum.  Öllu jöfnu hafa slík námskeið verið haldin í ökuskólanum í Mjódd. Námskeiðið stendur yfir í þrjá daga og því kostnaðarsamt að sækja slíkt námskeið til Reykjavíkur. Til þess að af námskeiðinu geti orðið þarf að lágmarki 20 þátttakendur samkvæmt reglugerð. Nú er um að gera að nýta sér tækifærið og verða sér út um þetta námskeið og skapa sér aukna starfsmöguleika.