Hertar sóttvarnar aðgerðir til og með 19.10.20

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða verður kennsla í Reykjavík felld niður til 19.10.20 hjá Ekil Ökuskóla. Verkleg próf hafa verið felld niður en bóklegum prófum verður haldið áfram eins og hægt er með tilliti til sóttvarna.

Ekill Ökuskóli mun ekki taka við nemendum af höfuðborgarsvæðinu og kenna þeim verklega tíma utan höfuðborgarinnar til 19.10.20 þar sem tilmæli sóttvarnalæknis og lögreglustjóra ná einnig yfir ferðir til og frá höfuðborginni. Við munum skipuleggja ferð suður eftir að banni er aflétt og þá verða þeir sem eiga tíma núna í forgangi.

Kennsla á Akureyri heldur áfram en nemendur eru beðnir um að mæta með grímu og hanska í verklega tíma og spritta hanskana við komu. Ef grunur leikur á veikindum eða möguleika á Covid-19 smiti er nemandi beðinn um að afbóka tímann sinn í gegnum Noona appið eða hafa samband við skrifstofu Ekils Ökuskóla s:461 7800.

Kennarar munu vísa nemendum frá sem ekki fara eftir þessum einföldu reglum sóttvarna.