Hefur þú nýtt rétt þinn á styrk frá stéttarfélagi eða starfsmenntasjóð í ár?

Einstaklingar sem greiða í stéttarfélögum geta fengið styrki frá starfsmenntsjóði/stéttarfélagi sínu. Þessir styrkir geta numið tugum þúsunda og sumir greiða allt að 90% af kostnaði námskeiðanna. Réttindi hvers og eins eru mjög mismunandi sem og reglur sjóða um úthlutun, best er að hafa samband við þann sjóð sem þú hefur greitt til skv.launaseðli. Allt okkar nám er styrkhæft og við hvetjum nemendur okkar til að sækja styrki fyrir námi.

Ef þig vantar kvittun fyrir náminu þínu hjá okkur þá óskar þú eftir því með tölvupósti á ekill@ekill.is, við þurfum aðeins að vita hver kennitala greiðanda er, vinsamlega látið hana fylgja með í póstinum.

Ef þú greiðir til Eflingar stéttarfélags getur þú skoðað upplýsingar um styrki hér - Starfsafl

Eining Iðja upplýsingar um styrki

VR upplýsingar um styrki

FVSA upplýsingar um styrki

Þessi listi er alls ekki tæmandi - í hvaða stéttarfélag ert þú að greiða ? Kannaðu þína möguleika.

Við minnum á að sótt er um styrk vegna fræðslu fyrirtækis á vefgátt sjóða, www.attin.is