Haustönn Ekils Ökuskóla

Viðburðir fram að áramótum hafa verið settir inn með upplýsingum um hvar hægt er að skrá sig.

Tvö námskeið til Meiraprófsréttinda eru komin á dagskrá, annað 7.september en það seinna 16.nóvember. Námskeiðið nær til réttinda C1, C, D1, D og eftirvagna. Öll námsgögn eru á staðnum, kennt er í Goðanesi 8-10 í kennslustofu Ekils Ökuskóla. Námskeiðið er kennt á kvöldin frá 17:30-22:00.

Endurmenntunar Atvinnubílstjóra fer aftur í gang eftir sumarfrí laugardaginn 11. ágúst og hefst þá með valnámskeiðinu Fagmennska og mannlegi þátturinn, með áherslu á heilsu og lífsstíl ásamt innsýn í skynjun, umferðarhegðun, samskipti við aðra og viðhorf vegfarenda er bílstjórinn hvattur til að líta í eigin barm og skoða samhengið milli mannlegra þátta og umferðaröryggis. Þekking á reglum, fylgni við þær og færni í að stjórna ökutæki af öryggi er undirstaða fagmennsku bílstjóra. Góður fagmaður er góð fyrirmynd í umferðinni og skapar sér góða ímynd, sem og fyrirtæki sínu. Kennarar eru Sonja Sif Jóhannsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur og Emil Björnsson verkefnastjóri SÍMEY. Námskeiðin  eru kennd í húsnæði Símey að Þórsstíg 4 á Akureyri frá kl.9:00-16:00 alla laugardaga fram að áramótum.

Fjarnám Ekils Ökuskóla er auðvitað opið allan sólarhringinn eins og áður, þar er hægt að taka námskeiðin Ö1 og Ö2 fyrir bílprófið og námskeið fyrir bifhjólaréttindi og létt bifhjólaréttindi. Námskeiðin eru alltaf í gangi og getur nemandi skráð sig inn þegar honum hentar þegar tilskildum aldri hefur verið náð.